Íshellaferðir út frá upplifunarhagkerfi Pine og Gilmore

Ferðamönnum hefur farið fjölgandi hér á landi síðustu ár og hefur vetrarferðamennska orðið æ vinsælli síðustu árin. Margs konar afþreying og upplifun er í boði fyrir ferðamenn á Íslandi, þar á meðal íshellaferðir. Upplifanir geta verið eins mismunandi og þær eru margar, en upplifunina þarf að búa ti...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Nejra Mesetovic 1995-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37631
Description
Summary:Ferðamönnum hefur farið fjölgandi hér á landi síðustu ár og hefur vetrarferðamennska orðið æ vinsælli síðustu árin. Margs konar afþreying og upplifun er í boði fyrir ferðamenn á Íslandi, þar á meðal íshellaferðir. Upplifanir geta verið eins mismunandi og þær eru margar, en upplifunina þarf að búa til þar sem hún verður ekki til af sjálfu sér. Rýnt er í hugtök um ferðaþjónustu, þjónustufræðin, þjónustulíkan Grönroos, upplifun og upplifunarhugtakið sem sett er fram af þeim Pine og Gilmore og er rannsóknarsnið ritgerðarinnar. Upplifunarhagkerfið snýst um það hvernig vörur eru seldar í gegnum upplifunina. Höfundarnir flokka upplifun í fjórar víddir sem eru fræðsla, skemmtun, fagurfræði og veruleikaflótti. Þau Oh, Fiore og Jeoung (2007) yfirfærðu hugmyndafræði Pine og Gilmore í mælanlegt líkan sem heitir upplifunar mælikvarði ferðamanna og snýst um að kanna tengsl milli ákveðinna breyta. Markmið rannsóknarinnar er tvíþætt, annars vegar það að nota víddirnar fjórar til að skoða upplifun ferðamanna í íshellaferðum og hvort það séu tengsl á milli þeirra og ánægju og hvort gestir myndu mæla með fyrirtækinu. Í þessari rannsókn var notuð megindleg rannsóknaraðferð þar sem spurningalisti var lagður fyrir ferðamenn sem fóru í íshellaferð í Breiðamerkurjökli á tímabilinu nóvember 2019 til apríl 2020. Spurningalistinn var byggður á fyrri rannsóknum og þar voru tólf fullyrðingar sem voru hannaðar út frá upplifunarhagkerfinu. Niðurstöðurnar leiddu í ljós að ekki hafa allar fjórar upplifunarvíddirnar áhrif á ánægju. Fræðsla og fagurfræði hafa jákvæð tengsl við ánægju viðskiptavina í íshellaferðum. Einnig var jákvæð fylgni milli ánægju viðskiptavina og NPS skors sem leiddi í ljós að ánægðir viðskiptavinir eru líklegir til að mæla með fyrirtækinu. Ekki voru nein tengsl á milli víddanna fjögurra og NPS skora. Hægt er að nota þessar niðurstöður til þess að draga ályktun um mikilvægi upplifunar viðskiptavina og hvaða víddir ætti að leggja mesta áherslu á. The number of tourists in Iceland has increased in recent years and winter ...