Markaðsstarf í heimsfaraldri : fylgja veitingastaðir Akureyrar fræðunum þegar kemur að markaðsstarfi á tímum Covid-19?

Verkefnið er lokað til 12.04.2023. Þær breytingar sem áttu sér stað í byrjun árs 2020 þegar Covid-19 veirufaraldurinn dreifðist um heiminn voru gífurlegar og mögnuðust enn frekar vegna þess hve samþjappað heimshagkerfið er. Faraldurinn hefur með beinum eða óbeinum hætti haft mikil áhrif á flest öll...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Pálmey Kamilla Pálmadóttir 1992-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37624
Description
Summary:Verkefnið er lokað til 12.04.2023. Þær breytingar sem áttu sér stað í byrjun árs 2020 þegar Covid-19 veirufaraldurinn dreifðist um heiminn voru gífurlegar og mögnuðust enn frekar vegna þess hve samþjappað heimshagkerfið er. Faraldurinn hefur með beinum eða óbeinum hætti haft mikil áhrif á flest öll störf á Íslandi. Þegar kemur að árangri fyrirtækja skiptir það miklu máli að markaðs- og kynningarstarf þeirra sé vel útfært og skipulagt. Það skiptir enn meira máli að huga vel að markaðsstarfi í samdrætti heldur en þegar árferðið er gott. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að ýmis tækifæri séu fólgin í samdráttarskeiði sem ekki bjóðast þegar ástandið er gott. Verkefni þetta er 12 ECTS eininga lokaritgerð til B.Sc. gráðu í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Rannsóknarverkefnið fjallar um markaðsstarf í heimsfaraldri og hvernig núverandi heimsfaraldur, Covid-19 hefur haft áhrif á markaðsstarf fyrirtækja og skipulagsheilda. Markmið þessa verkefnis er að skoða hvernig veitingastaðir á Akureyri eru að haga sínu markaðsstarfi í núverandi heimsfaraldri og bera það saman við hvað fræðimennirnir segja. Veitingastaðir bjóða upp á þjónustu sem neytendur geta auðveldlega skipt út fyrir aðra þjónustu og því þarf kynningarstarfið að vera vel útfært. Á Akureyri eru veitingastaðir nú um 24 talsins og samkeppnin mikil, því hefur sjaldan verið jafn mikilvægt að huga vel að markaðsstarfi á fordæmalausum tímum sem þessum. Rannsóknin fór fram með viðtölum sem voru tekin við eigendur nokkurra veitingastaða á Akureyri. Einnig var send út spurningakönnun á alla veitingastaði Akureyrar til að fá góða tölfræðilega yfirsýn og styrkja niðurstöður rannsóknarinnar enn frekar. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að veitingastaðir Akureyrar séu meðvitaðir um mikilvægi markaðssetningar en fæstir eru með markaðsstjóra í starfi til að sjá um markaðsmálin. Eigendur sjá að mestu leyti um markaðsmálin sjálf og eru því mögulega að missa af ýmsum tækifærum og viðskiptum sem annars myndu bjóðast ef að markaðssetningin væri með ...