Samanburður verðþróunar eldislax og þorsks

Mikill vöxtur fiskeldis hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi víðs vegar um heim. Nú er um það bil helmingur heildarframboðs fiskafurða á heimsvísu úr fiskeldi og hafa veiðar á villtum tegundum úr sjó staðnað. Fólksfjölgun hefur verið mikil á heimsvísu og á sér enn stað. Í samræmi við þá fólksfjö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Davíð Arnar Sigvaldason 1994-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37620
Description
Summary:Mikill vöxtur fiskeldis hefur átt sér stað síðustu ár og áratugi víðs vegar um heim. Nú er um það bil helmingur heildarframboðs fiskafurða á heimsvísu úr fiskeldi og hafa veiðar á villtum tegundum úr sjó staðnað. Fólksfjölgun hefur verið mikil á heimsvísu og á sér enn stað. Í samræmi við þá fólksfjölgun hefur matarþörf heimsins aukist en ekki hefur verið skortur á fiskmeti til manneldis vegna aukins eldis. Í þessu verkefni er fjallað um mikilvægi þorskveiða á Íslandi og þá möguleika sem Íslendingar hafa þegar kemur að laxeldi. Fjallað er um laxeldi í Noregi og á Íslandi og skoðaður verður sá möguleiki að Íslendingar feti í fótspor Norðmanna í laxeldinu. Það sem ritgerðin leiddi í ljós er þorskverð hefur verið nokkuð stöðugt allt frá aldamótum ef miðað er við laxverð en þó hefur laxverðið verið hærra en þorskverðið allt frá 1999. Þorskurinn hefur verið mikilvægasta einstaka fisktegund fyrir Íslendinga síðustu áratugi en ef sett væri meira púður í laxeldi á Íslandi gæti það breyst á næstu áratugum. Helstu ástæður fyrir hækkun verðs á laxi síðustu ár fyrir utan gengistengdar breytingar hefur verið hærri fóðurkostnaður, en fóðurkostnaðurinn er um helmingur framleiðslukostnaðar. Helstu breytingar sem hafa orðið á verði þorsks síðustu 20 ár eru vegna gengisbreytinga. In the last few decades we have seen aquaculture expand all around the world. Today around half of the fish supply for the world population comes from aquaculture, meanwhile the cought quantity of all wild species has stagnated. In this project the aim is to compare the price of farmed atlantic salmon to wild caught cod in Iceland, discuss the importance of cod for Iceland and opportunity for salmon aquaculture. The salmon production in Iceland is small compared to Norway wich has come a long way with its development in salmon aquaqulture. Icelanders could learn from the mistakes Norwegians have made in the past in their development. What this project revealed is that codprice has been stable with little fluctuations but the salmon price has fluctuated ...