Social media and quality of life among young adults in northern Iceland

Í Þróunarskýrslu Norðurslóða (Arctic Human Development Report) frá árinu 2014 komu í ljós gloppur í þekkingu um viðhorf, þarfir, markmið og metnað ungs fólks á svæðinu. Því var sett á laggirna rannsókn sem nú stendur yfir um ungt fólk og sjálfbæra framtíð á norðurslóðum (Arctic Youth and Sustainable...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sveinbjörg Smáradóttir 1985-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:English
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37614
Description
Summary:Í Þróunarskýrslu Norðurslóða (Arctic Human Development Report) frá árinu 2014 komu í ljós gloppur í þekkingu um viðhorf, þarfir, markmið og metnað ungs fólks á svæðinu. Því var sett á laggirna rannsókn sem nú stendur yfir um ungt fólk og sjálfbæra framtíð á norðurslóðum (Arctic Youth and Sustainable Futures). Rætt var við unga fullorðna í 35 rýnihópum um lífsgæði eins og þau eru skilgreind í Þróunarvísum norðurslóða (Arctic Social Indicators), en þeir eru efnahagsleg velferð, menntun, heilsa, menningarleg velferð, tengsl við náttúru og stjórn á eigin örlögum. Höfundur þessarar ritgerðar tók þátt í því verkefni og þótti vert að grafa dýpra í áhrif samfélagsmiðla á lífsgæði ungs fólks. Í þessu MA verkefni tóku 25 ungmenni á Norðurlandi þátt í rýnihópum sem fóru fram á Facebook eða svöruðu opnum spurningalistum gegnum tölvupóst eða Messenger spjallforritið um hvaða áhrif samfélagsmiðlar hefðu á lífsgæði þeirra. Niðurstöðurnar leiddu í ljós tvíbentar og mótsagnakenndar tilfinningar gagnvart samfélagsmiðlum. Miðlarnir, sérstaklega Facebook og Instagram, gátu haft jákvæð áhrif á allar hliðar lífsgæða þeirra. Hinsvegar gátu hin jákvæðu áhrif snúist í andhverfu sína með óhóflegri notkun. Helstu þekktu kostir samfélagsmiðla eru auðveld samskipti og aukin tengsl við aðra en auk þess komu fram þverlæg áhrif á lífsgæði, bæði jákvæð og neikvæð. Annars vegar var það aðgengi að fólki, vörum, þjónustu, mögulegum viðskiptavinum, nytjamörkuðum, afþreyingu, upplýsingum, þekkingu, ráðleggingum, hvatningu og innblæstri. Hins vegar ræddu þátttakendurnir um mikilvægi þess að vera meðvitaður og hafa stjórn, bæði á notkun sinni, tíma og á mögulegum neikvæðum áhrifum samfélagsmiðla á lífsgæði þeirra. Neikvæðu áhrifin fólu í sér hættu á lakari gæðum mannlegra samskipta, að falla fyrir freistingum og kaupa mikinn óþarfa og einnig eyða of miklum tíma og orku í samfélagsmiðla. Önnur neikvæð áhrif voru falskar „glansmyndir“ og óraunhæfur samanburður við aðra; truflun á náttúruupplifunum og sífelldir tískustraumar sem léti fólk frekar missa ...