Fjármálalæsi : fjármálafræðsla fyrir grunnskólanemendur

Kennsluefni Fjármálafræðsla fyrir grunnskólanemendur er útbúið með það í huga að efla fjármálalæsi ungmenna í grunnskóla og námsefnið hugað til kennslu á mið- og unglingastigi. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2013 á fjármálalæsi að vera kennt á öllum stigum grunnskólans og í flestum grunns...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Brynja Þórsdóttir 1987-
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37607
Description
Summary:Kennsluefni Fjármálafræðsla fyrir grunnskólanemendur er útbúið með það í huga að efla fjármálalæsi ungmenna í grunnskóla og námsefnið hugað til kennslu á mið- og unglingastigi. Samkvæmt aðalnámskrá grunnskóla frá árinu 2013 á fjármálalæsi að vera kennt á öllum stigum grunnskólans og í flestum grunnskólum landsins. Þrátt fyrir þetta er fjármálalæsi ekki sérnámsgrein heldur er gert ráð fyrir því sem hæfniviðmiði eða viðfangsefni í öðrum greinum. Rannsóknir sýna að kennara hérlendis skortir þekkingu á fjármálum og þeir treysta sér oft ekki til að kenna nemendum sínum um fjármál. Með þessu verkefni verður leitast við að setja fram fræðslu um fjármál sem hentar mið- og unglingastigi ásamt viðeigandi kennsluaðferðum. Höfundur aflaði heimilda vegna verkefnisins úr ýmsum áttum en erfitt reyndist að finna rannsóknir tengdar fjármálalæsi. Því virðist ekki mikið hafa verið fjallað um viðfangsefnið af fræðimönnum. Það sem samt sem áður kom á óvart við vinnslu þessa verkefnis er að á síðustu árum hefur komið út ýmiskonar námsefni sem hægt er að nýta við kennslu á fjármálalæsi og því er meira til af kennsluefni en höfundur átti von á. Aftur á móti getur reynst erfitt að vinna verkefni og að aðlaga kennslustundir að notkun þessa kennsluefnis og því er það von höfundur að kennsluefnið geti nýst í framtíðinni. Curriculum Financial education for compulsory school is created with the aim of strengthening financial literacy of students in compulsory school and the study material is intended for teaching in grades 6-10. According to the Icelandic National Curriculum Guide for Compulsory Schools from 2013, financial literacy should be taught at all levels of compulsory school in the country. Despite this, financial literacy is not a specific subject, but is intended as a learning objective in other subjects. Research show that teachers in Iceland lack knowledge of finance and often do not trust themselves to teach their students about finance. This project will seek to provide educational material for finances suitable for teaching ...