Þéttleiki, kynjahlutföll og þyngd hagamúsa (Apodemus sylvaticus) í lúpínubreiðu og kjarrskógavist

Framkvæmd var rannsókn á þéttleika tveggja hagamúsastofna (Apodemus sylvaticus) frá ágúst til nóvember 2020 í tveimur mismunandi búsvæðum á Íslandi. Annars vegar lúpínubreiða (1.46ha) við rætur Hólmsheiðar og hins vegar kjarrskógavist (2.06ha) í Heiðmörk. Þetta er í fyrsta skiptið sem rannsókn er ge...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Ninna Sigurðardóttir 1996-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37577
Description
Summary:Framkvæmd var rannsókn á þéttleika tveggja hagamúsastofna (Apodemus sylvaticus) frá ágúst til nóvember 2020 í tveimur mismunandi búsvæðum á Íslandi. Annars vegar lúpínubreiða (1.46ha) við rætur Hólmsheiðar og hins vegar kjarrskógavist (2.06ha) í Heiðmörk. Þetta er í fyrsta skiptið sem rannsókn er gerð á hagamúsum í lúpínubreiðu en sú vistgerð er í mikilli útbreiðsluaukningu hérlendis. Notast var við Longworth lífgildrur til að veiða mýs, eyrnamerkja þær og sleppa aftur inn í stofninn. Veitt var á sex veiðitímabilum 5 daga eða 4 nætur í senn og leið vika á milli veiðitímabila. Þéttleiki hagamúsa óx þegar leið á haustið var ávallt hærri í lúpínu samanborið við kjarrskógavist. Mesti þéttleiki mældist í lúpínubreiðu þ.e. 31 mýs/ha samanborið 20 mýs/ha í kjarrskógavist. Í kjarrskógavistinni minnkaði þéttleikinn í lok tímabils á meðan hann jókst í lupínu. Þar að auki mældist meðalþyngd beggja kynja meiri í lúpínu en kjarri og því er ályktað að lúpínubreiða sé hentugra búsvæði en kjarrskógavist. Hærra hlutfall karldýra veiddist í báðum búsvæðum og er ástæðan fyrir þessum kynjamun óþekkt og þarfnast skoðunar. Niðurstöður þessarar rannsóknar staðfesta að þéttleiki í kjarrskógavist er sambærilegur við það sem áður hafði mælst í þeirri vistgerð hérlendis og að sá þettleiki er mun hærri en mælst hefur í graslendi. Þá sýna niðurstöðurnar enn hærri þéttleika og hugsanlega betra líkamsástand einstaklinga í lúpínubreiðu. Þær búsvæðabreytingar sem eru að eiga sér stað á láglendi Íslands (aukin skógrækt og útbreiðsla lúpínu) gætu haft veruleg jákvæð áhrif á stofnstærð hagamúsa á Íslandi. The density of two wood mouse populations was studied by live trapping from August-November 2020 in two different habitats in Iceland. One was a Alaskan lupine habitat (1.46 ha) near Hólmsheiði where alaskan lupine was predominent with few trees and naked spots of North Atlantic vaccinium-empetrum-racomitrium heaths. The other habitat was a mixed habitat of Icelandic lava field shrub heaths and Boreo-Atlantic crowberry-bog bilberry birchwoods ...