Hlaup úr jaðarlóni við Flosajökul: Nýting fjarkönnunar- og vatnshæðargagna við greiningu fyrri atburða

Þann 17. ágúst 2020 hljóp úr jaðarlóni Flosajökuls í Langjökli í farveg Svartár í Geitlandi, sem sameinast síðan Hvítá sem fellur til sjávar í Borgarfirði. Gervitunglamyndir fyrir og eftir atburðinn 2020 sýna greinilega tæmingu lónsins, ásamt ummerkjum við farvegi, gróðurskemmdir við Svartá og uppsö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Guðbjörg Hulda Karlsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37573
Description
Summary:Þann 17. ágúst 2020 hljóp úr jaðarlóni Flosajökuls í Langjökli í farveg Svartár í Geitlandi, sem sameinast síðan Hvítá sem fellur til sjávar í Borgarfirði. Gervitunglamyndir fyrir og eftir atburðinn 2020 sýna greinilega tæmingu lónsins, ásamt ummerkjum við farvegi, gróðurskemmdir við Svartá og uppsöfnun sets þar sem Svartá rann um sandana í neðri hluta Geitlands og niður eftir öllum farvegi Hvítár. Ákveðið var að kanna gervitunglamyndir fyrri ára, einkum á tímabilinu júní-september hvert ár, og athuga hvort finna mætti sambærileg ummerki um fyrri flóð úr lóninu. Munnlegar heimildir gáfu til kynna að atburður gæti hafa átt sér stað árið 2017, sem var svo staðfest með gervitunglamyndum að verið hefði 1. ágúst 2017. Að auki kom í ljós atburður 16. september 2014, sem einnig var greindur með þessum ummerkjum. Rennslisgögn voru fengin frá Veðurstofu Íslands til samanburðar við dagsetningar hlaupa og kannað hvort aukið rennsli hefði greinst á þessum tíma. Niðurstöður þessarar rannsóknar gefa til kynna að um endurtekna atburði sé að ræða og þykir því ástæða til að kanna svæðið nánar. Fylgjast þarf með því hvort lónið fyllist að nýju og hvort líkur séu á að hlaup haldi áfram, og hvort atburðirnir geti orðið stærri í framtíðinni. On the 17th of August 2020, a jökulhlaup occurred due to draining from a glacier-margin lake that lies by Flosajökull in Langjökull. The path of the jökulhlaup followed the river Svartá until it combines with Hvítá which it followed until it meets the shore in Borgarfjörður. When satellite images before and after the event are compared it‘s evident that the lake has been drained. Other traces are also visible such as changes in vegetation and accumulation of sediments along the banks of the rivers as well as on the sand planes in the lowest parts of Geitland. Satellite data from previous years, during a similar time of year (June – September) were checked for similar evidence to see if previous events had occurred. An event on the 1st of August 2017 was confirmed with satellite data after a ...