„Við erum í þessu saman": Upplifun og viðhorf Íslendinga á ferð um eigið land. Fortíðarþrá, fordómar og framtíðarsýn.

Í þessarri rannsókn eru áhrif heimsfaraldursins Covid-19 á ferðamennsku á Íslandi könnuð. Framtíð ferðaþjónustu og um leið efnahagslegar horfur íslensku þjóðarinnar eru í uppnámi. Því er full ástæða til að kanna upplifun og viðhorf Íslendinga til ferðamennsku nú á tímum Covid-19 en ekki síður að fá...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Edda Kolbrún Egilsdóttir 1991-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37572
Description
Summary:Í þessarri rannsókn eru áhrif heimsfaraldursins Covid-19 á ferðamennsku á Íslandi könnuð. Framtíð ferðaþjónustu og um leið efnahagslegar horfur íslensku þjóðarinnar eru í uppnámi. Því er full ástæða til að kanna upplifun og viðhorf Íslendinga til ferðamennsku nú á tímum Covid-19 en ekki síður að fá skoðun þeirra á framtíðinni. Markmið þessarar rannsóknar er því að leita skilnings nokkurra Íslendinga á upplifun þeirra á ferðalögum þeirra um landið og viðhorf þeirra til erlendra ferðamanna í miðjum heimsfaraldri. Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem tekið var viðtal við fimm einstaklinga sem hafa áhuga á ferðamennsku. Viðtölin leiddu í ljós að fortíðarþrá (e. Nostalgia) var ríkjandi í upplifun þeirra á ferðamannastöðum en einnig komu fram fordómar gagnvart ókunnugum (e. Xenophobia) sem komu fram sem fordómar gegn ferðamönnum, hér eftir notast við FGF. Þetta varð til þess að aðaláhersla ritgerðarinnar var að skoða þessi hugtök. Helsti átakapunkturinn var á milli þess að um leið og viðmælendur nutu þess að ferðast um landið án erlendra ferðamanna gerðu þau sér grein fyrir þeirri efnahagslegu niðursveiflu sem heimsfaraldurinn hefur í för með sér. Þarna eru þrír kraftar sem togast á, fortíðarþráin sem var mjög áberandi, FGF lágu víða undir yfirborðinu en síðan rökhugsunin sem sem hélt FGF niðri vegna efnahagslegs mikilvægis erlendra ferðamanna.Varðandi framtíðina þá voru allir viðmælendur sammála um það að framtíðin verði björt, þó að eðli ferðamennsku almennt gæti tekið breytingum. This study focuses on the effect of the global pandemic, Covid-19, on tourism in Iceland. Due to the fact that the future of tourism in Iceland and its economic viability has been compromised there was a valid reason to examine the experience and attitude of Icelandic individuals towards tourism and the foreign tourist during the pandemic, as well as the future of tourism. The purpose of this study was to seek understanding of the experience of the interviewee´s during their domestic travels. The method used in this study is ...