Cross border trade in electricity under EU/EEA and WTO law: a case study: Iceland

Alþjóðaviðskipti hafa aukist jafnt og þétt síðustu áratugina og hafa verið einn helsti drifkraftur hnattvæðingar. Alþjóðlegir og svæðisbundnir samningar hafa átt stóran þátt í að auðvelda milliríkjaviðskipti með setningu reglna og aðferða til að stýra þeim. Alþjóðaviðskipti með raforku hafa verið ef...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigurgeir Tryggvason 1966-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:English
Published: 2021
Subjects:
Law
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37469
Description
Summary:Alþjóðaviðskipti hafa aukist jafnt og þétt síðustu áratugina og hafa verið einn helsti drifkraftur hnattvæðingar. Alþjóðlegir og svæðisbundnir samningar hafa átt stóran þátt í að auðvelda milliríkjaviðskipti með setningu reglna og aðferða til að stýra þeim. Alþjóðaviðskipti með raforku hafa verið eftirbátar viðskipta með aðrar vörur og þjónustu af ýmsum ástæðum þrátt fyrir verulegan ávinning sem af þeim geta hlotist. Aukin alþjóðaviðskipti með rafmagn byggð á stórum flutningskerfum yfir landamæri hafa í för með sér umtalsverðan ávinning fyrir neytendur, bæta orkuöryggi og geta leitt til þess að verulega dregur úr kolefnisspori raforkugeirans. Stór hluti kostnaðar við raforkuflutning og raforkuframleiðslu er fastur. Stærri raforkuflutningskerfi, sérstaklega sem ná yfir tímabelti, nýta auðlindir betur. Einnig er hægt að nýta afskekktar endurnýjanlegar auðlindir með raforkuflutningi um langan veg. Undanfarna áratugi hafa orðið miklar tækniframfarir og nú eru engar óyfirstíganlegar tæknilegar hindranir fyrir flutningi raforku um langar vegalengdir. Hins vegar eru nokkrar framkvæmdarlegar, lagalegar og efnahagslegar áskoranir varðandi raforkuviðskipti yfir landamæri. Ritgerð þessi miðar að því að greina alþjóðlegan lagaramma sem framleiðandi endurnýjanlegrar orku á Íslandi stendur frammi fyrir gagnvart útflutningi á raforku til Evrópu, með því að horfa í gegnum linsu Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar, regluverks Evrópusambandsins (ESB), samningsins um Evrópska efnahagssvæðið (EES), íslensk og bresk lög. Einnig verður samspil og samræmi þessara lagaramma skoðað. Sérstaklega verður kannaður réttur og skilyrði til að fá aðgang að flutningsneti raforku á Íslandi fyrir samtengingu við annað aðildarríki WTO. Sérstakt dæmi um það verður samtenging milli Íslands og Bretlands Cross border trade in electricity: The WTO, the EU, and the EEA.International trade has been steadily increasing over the last decades and has been one of the prime movers of globalization. International and regional agreements have been instrumental in ...