Afplánun fangelsisdóms utan fangelsis: Notkun afplánunarúrræða utan fangelsis til aðlögunar fanga að samfélaginu við lok afplánunar

Markmið ritgerðarinnar er að vekja athygli á hvernig fullnustu óskilorðsbundinna dóma er háttað á Íslandi og hvort núverandi framkvæmd uppfylli meginmarkmið gildandi fangelsismálastefnu sem og fullnustulaga. Einnig er leitast við að svara hvort framkvæmd íslenskra fangelsisyfirvalda samræmist meðfer...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sigrún Ásta Brynjarsdóttir 1995-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37466
Description
Summary:Markmið ritgerðarinnar er að vekja athygli á hvernig fullnustu óskilorðsbundinna dóma er háttað á Íslandi og hvort núverandi framkvæmd uppfylli meginmarkmið gildandi fangelsismálastefnu sem og fullnustulaga. Einnig er leitast við að svara hvort framkvæmd íslenskra fangelsisyfirvalda samræmist meðferðar- og endurhæfingarstefnu sem er í mótun á Íslandi. Byrjað er á að skilgreina hugtök sem mikilvægt er að þekkja við lestur ritgerðarinnar. Næst er greint frá sögulegri þróun refsinga ásamt þróun fullnustulöggjafar Íslands. Þá er fjallað almennt um fullnustu utan fangelsa. Sérstök áhersla er lögð á stigskipta afplánun og búsetuúrræði vegna afplánunar. Þá er fjallað um rannsóknir á árangri. Kemur þá að umfjöllun um afplánun á meðferðarstofnun ásamt víðamikilli umfjöllun um áfangaheimili Verndar. Gert er grein á löggjöf Norðurlanda. Að lokum má finna niðurstöður og hugrenningar höfundar. Helstu niðurstöður ritgerðarinnar eru þær að afplánun utan fangelsa reynist vel til aðlögunar fanga að samfélaginu að lokinni afplánun. Með aðstoð fangelsismálayfirvalda getur fangi undirbúið sig áður en hann lætur af stað í frelsið. Betur má ef duga skal en aðgerðir stjórnvalda vegna meðferðarúrræða fyrir fanga eru af skornum skammti. Þykir höfundi nauðsynlegt að þau úrræði verði efld til muna svo fangi sé raunverulega tilbúinn til lausnar. The purpose of this thesis is to raise awareness of how execution of unsuspended sentences is conducted in Iceland and whether the current application of it fulfills the main objective of the preciding penitentiary policy as well as any appropriate statutes. Furthermore it seeks to answer whether the execution of Icelandic prison and probation authorities accommidates the theraputic and rehabilitation policy that is being developed in Iceland. In the first chapter the nomenclatures important to properly understand the thesis are defined. Next the historical evolution of penalties as well as the Icelandic laws regarding execution of penalties is summed up. Then the general execution of penalties ...