Verðmat og skattlagning höfundaréttar við uppgjör dánarbúa

Rannsóknarverkefni mitt er hvort lagalegar forsendur séu rétt metnar í framkvæmd sýslumannsins í Reykjavík og í samræmi við orðalag erfðafjárskattslaga þegar ákvörðun var tekin um álagningu erfðaskatts í samræmi við verðmat í tilteknu dánarbúi hinn 16. janúar 2017. Reglur um erfðafjárskatt er að fin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Gunnar Haraldsson 1949-
Other Authors: Háskólinn í Reykjavík
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37462
Description
Summary:Rannsóknarverkefni mitt er hvort lagalegar forsendur séu rétt metnar í framkvæmd sýslumannsins í Reykjavík og í samræmi við orðalag erfðafjárskattslaga þegar ákvörðun var tekin um álagningu erfðaskatts í samræmi við verðmat í tilteknu dánarbúi hinn 16. janúar 2017. Reglur um erfðafjárskatt er að finna í lögum nr. 14/2004. Kannað er hverjar breytingar urðu við þá lagasetningu og breytingarnar bornar saman við sambærileg ákvæði laga allt frá lögum nr. 30/1921 eftir breytingar 1972 og 1972 til laga nr. 83/1984. Gerð er grein fyrir réttarheimildum er lúta að erfðafjárskatti og skiptingu dánarbúa. Gerð er grein þróun stjórnarskrárákvæða um skatta og skattlagningu frá Stjórnarskrá um sérstakleg málefni Íslands árið 1874, Stjórnarskrá konungsríkisins Íslands 1920 og núgildandi stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í lögum nr. 33/1944 sbr. breytingar í lögum nr. 97/1995. Rannsakað er hvaða áhrif breytingar á erfðafjárskattslögum sem fram koma í 1. ml. 2. mgr. 4. greinar laganna um hvað átt sé við með heildarverðmæti, þ.e. almennt markaðsverðmæti viðkomandi eigna, hafi haft. Fjallað er um reglur laga um matsmenn og matsgerðir og bornar saman breytingar í kröfum um mat í núgildandi lögum frá fyrri lögum og hvort þær lagabreytingar hafi í för með sér breytingar á aðferðum matsmanna til mats á verðmæti höfundaréttar til ákvörðunar skattstofns í álagningu erfðafjárskatts. Sú niðurstaða er fengin að þar sem hugtakið „almennt markaðsverðmæti“ eigi illa við þegar fjallað skal um verðmæti höfundaréttar í erfðafjárskatti sé hugtakið „sannvirði“ líklegra til að ná markmiðum laganna og gæta stjórnarskrárvarins réttar erfingja til réttmætrar og lögmætrar niðurstöðu stjórnvalds. This reasearch discusses procedures and their compliance to the precise wording of the laws of estate taxation as compared to a specific resolution of the District Commissioners Office of Reykjavík of the 16th of January 2017 The laws of estate taxation of 2004 are compared to earlier laws in order to establish whether changes in the legislation of 1921 and ...