Vörumerkjastjórnun Blue Lagoon Iceland. Nýting Bláa Lónsins á fræðum vörumerkjastjórnunar

Fyrirtæki geta nýtt sér margar leiðir til að byggja upp vörumerki og koma upp sterkri stöðu á tileknum markaði. Sterkt vörumerki þarf skýra sýn, aðhald, vinnu og þolinmæði. Hugtakið vörumerkjastjórnun nær yfir allar þær aðgerðir sem tengjast því að byggja upp sterkt vörumerki. Það eru margir fræðile...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna María Stefánsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37449
Description
Summary:Fyrirtæki geta nýtt sér margar leiðir til að byggja upp vörumerki og koma upp sterkri stöðu á tileknum markaði. Sterkt vörumerki þarf skýra sýn, aðhald, vinnu og þolinmæði. Hugtakið vörumerkjastjórnun nær yfir allar þær aðgerðir sem tengjast því að byggja upp sterkt vörumerki. Það eru margir fræðilegir þættir sem fyrirtæki þurfa að hugsa út í þegar kemur að því að notfæra sér vörumerkjastjórnun á árangursríkan hátt. Sem dæmi má nefna staðfærslu sem snýr að aðgreiningu og styrkingu stöðu vörumerkja í hugum eða minni neytenda, vörumerkjavirði sem og ímynd. Bláa Lónið er þekkt vörumerki og hefur myndað sér sterka stöðu á markaði íslenskra baðstaða. Lónið hefur þróast í gegnum árin úr litlu afallslóni yfir í eitt stærsta ferðaþjónustu fyrirtæki Íslands sem státar nú einnig af lúxushóteli og tveimur veitingarstöðum. Markmið ritgerðarinnar var að skoða með hvaða hætti Bláa Lónið hefur nýtt aðferðir vörumerkjastjórnunar við uppbyggingu og þróun vörumerkisins í gegnum árin. Byrjað er á því að skilgreina mikilvæg fræðileg hugtök vörumerkjastjórnunar m.a. vörumerkjavirði, staðfærslu og ímynd. Næst verður vörumerkið Bláa Lónið kynnt og farið verður yfir hvernig starfsemin hefur þróast með árunum. Því næst verður farið yfir óformlega megindlega könnun sem lögð var fyrir og birt á samfélagsmiðlinum Facebook til að kanna ímynd Bláa Lónsins hjá íslenskum neytendum. Að lokum verða niðurstöður og ályktanir höfundar dregnar saman í lokaorð. Helstu niðurstöður sýndu að Bláa Lónið er með sterka stöðu á markaði. Bláa Lónið nýtir íslenska náttúru sem aðdraganda þegar kemur að markaðssetningu. Bláa Lónið aðgreinir sig einnig frá helstu samkeppnisaðilum með því að leggja áherslu á staðsetningu og náttúrulegt umhverfi lónsins sem veitir þeim sérstöðu á markaði náttúrulegra baðstaða. Fyrirtækið leggur mikla áherslu á upplifun og góða þjónustu og er ímynd fyrirtækisins tengd þeim gæðum. Niðurstöður könnunar leiddu í ljós að enn er pláss fyrir framfarir þegar kemur að ímynd lónsins á íslenskum markaði.