Samkeppnishæfni Austurlands í ferðaþjónustu

Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna samkeppnishæfni Austurlands sem áfangastaðar. Í rannsókninni er demantur Porters nýttur til að meta samkeppnishæfni áfangastaðarins. Gerð var blönduð rannsókn sem samanstóð af megindlegum spurningalista sem sendur var út á samstarfsaðila Austurbrúar, mark...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Sandra Ásgeirsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37432
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar rannsóknar er að kanna samkeppnishæfni Austurlands sem áfangastaðar. Í rannsókninni er demantur Porters nýttur til að meta samkeppnishæfni áfangastaðarins. Gerð var blönduð rannsókn sem samanstóð af megindlegum spurningalista sem sendur var út á samstarfsaðila Austurbrúar, markaðsstofu Austurlands, ásamt eigindlegum hluta sem samanstóð af þremur viðtölum við aðila sem tengjast ferðaþjónustu á Austurlandi. Einnig var stuðst við fyrirliggjandi gögn og þá sérstaklega Áfangastaðaáætlun Austurlands fyrir árin 2018 – 2021. Í þessari rannsókn voru styrkleikar og veikleikar skoðaðir frá sjónarhóli þeirra sem koma að ferðaþjónustu á Austurlandi. Helstu niðurstöður voru að aðilar í ferðaþjónustu hafa sameiginlegan skilning á því hvað býr til samkeppnishæfni Austurlands í ferðaþjónustu, bæði með tilliti til styrkleika svæðisins og jafnframt til þess sem þarf að bæta.