Kosningavél og útbreiðslustarfsemi Sjálfstæðisflokksins 1929–1971

Í ritgerðinni er fjallað um hinar ýmsu hliðar útbreiðslustarfsemi og kosningastarf Sjálfstæðisflokksins frá stofnun hans árið 1929 til 1971. Í fyrri meginkafla ritgerðar er rakin saga „kosningavélar“ Sjálfstæðisflokksins þ.e. aðferðirnar sem Sjálfstæðisflokkurinn notaði til þess að afla sér upplýsin...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Svavar Benediktsson 1998-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Bak
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37410
Description
Summary:Í ritgerðinni er fjallað um hinar ýmsu hliðar útbreiðslustarfsemi og kosningastarf Sjálfstæðisflokksins frá stofnun hans árið 1929 til 1971. Í fyrri meginkafla ritgerðar er rakin saga „kosningavélar“ Sjálfstæðisflokksins þ.e. aðferðirnar sem Sjálfstæðisflokkurinn notaði til þess að afla sér upplýsinga um kjósendur sem þeir töldu líklegir sjálfstæðismenn og hvernig þessum kjósendum var síðar „smalað“ á kjörstað. Fyrstu tíu starfsárin gegndi foringjaráð Varðar lykilhlutverki í innra starfi en síðan tók við fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Fjallað er um hvernig foringjar Varðar og seinna umdæmisfulltrúar fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna fylgdust með og skráðu flokkaafstöðu fólks og hvernig þessar upplýsingar voru notaðar í kosningum og reynt að meta að hvaða leyti þessar merkingar voru áreiðanlegar. Fjallað er um tilraunir vinstri stjórnarinnar fyrstu 1956–1959 til að brjóta á bak aftur kosningavél Sjálfstæðisflokksins. Þá er fjallað um kostnaðinn sem fylgdi kosningavélinni, fyrst með því að skoða ársreikning Varðar frá árinu 1934 og síðan skýrslu um rekstur Sjálfstæðisflokksins frá 1970. Skoðuð er framvinda kosningabaráttunnar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar 1966 og þeirri vinnu sem fylgdi henni. Í lok fyrri meginkaflans er síðan sagt frá í stuttu máli endalokum kjörskrármerkinga og hinni hefðbundnu „kosningasmölun.“ Í seinni meginkafla ritgerðar er fjallað um útbreiðslustarfsemi og skipulag Sjálfstæðisflokksins utan Reykjavíkur. Fyrst er trúnaðarmannakerfi flokksins skoðað og að hvaða leyti kjörskrármerkingar voru stundaðar utan Reykjavíkur. Fjallað er sérstaklega um flokksmerkta íbúaskrá frá Gullbringu- og Kjósarsýslu frá 1942 og hún borin saman við úrslit kosninga. Síðan er rakin saga og fjallað um erindrekstur á vegum Sjálfstæðisflokksins sem stundaður var með skipulögðum hætti 1937–1971 og að lokum er fjallað um hvort ofangreindar aðferðir Sjálfstæðisflokksins hafi verið „persónunjósnir“ eins og stundum hefur verið haldið fram.