Fjárhagsaðstoð til íslenskra háskólanema: Áhrif nýrra laga um Menntasjóð námsmanna.

Viðfangsefni ritgerðarinnar er ný lög um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020. Með nýju lögunum býður Menntasjóður námsmanna upp á nýja tegund lána, svokölluð H-lán, sem koma í staðinn fyrir eldra G-lán Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Skilmálar nýja H-lánsins bjóða upp á 30% niðurfellingu á höfuðstól lán...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elín Sveinsdóttir 1998-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37367
Description
Summary:Viðfangsefni ritgerðarinnar er ný lög um Menntasjóð námsmanna nr. 60/2020. Með nýju lögunum býður Menntasjóður námsmanna upp á nýja tegund lána, svokölluð H-lán, sem koma í staðinn fyrir eldra G-lán Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Skilmálar nýja H-lánsins bjóða upp á 30% niðurfellingu á höfuðstól lána en niðurstöður rannsóknarinnar sýna að niðurfellingin er helsti kostur nýju lánanna. Vextir á nýju H-lánunum verða breytilegir og hægt er að velja óverðtryggð eða verðtryggð námslán. Reynt er að varpa ljósi á vaxtakjör lánanna og verðtryggingu. Í dag eru vextir í sögulegu lágmarki og má gera ráð fyrir að vaxtakjör á námslánunum verði með þeim lægstu á lánsfjármarkaði. Í ritgerðinni er fjallað um fjárhagsaðstoð til háskólanema bæði á Íslandi og í öðrum löndum og samanburður gerður á því hvernig fjárhagsaðstoðinni er háttað. Með nýjum lánum Menntasjóðs námsmanna verður námslánakerfið á Íslandi samkeppnishæfara og gagnsærra. Flest lönd bjóða upp á fjárhagsaðstoð af einhverju tagi og þá sérstaklega til nemenda sem þurfa á fjárhagslegum stuðningi að halda m.t.t. efnahags. Helsta markmið Menntasjóðs námsmanna er að tryggja öllum jöfn tækifæri til menntunar án tillits til stöðu háskólanema. Niðurstöður rannsóknarinnar leiða í ljós að svo virðist sem nýja námslánakerfið sé hagstæðara fyrir háskólanema nú en áður, einkum vegna möguleikans á niðurfellingu á höfuðstól láns.