Vinna barna: Vinnuvernd barna á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum, samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og samþykktum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar

Það hefur lengi verið hefð fyrir því að börn vinni á Íslandi. Í þessari ritgerð er farið yfir þá þróun á réttindum barna sem hefur átt sér stað bæði hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi. Farið er yfir aðdraganda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og grundvallarreglur hans. Einnig er...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Erna Aradóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37365
Description
Summary:Það hefur lengi verið hefð fyrir því að börn vinni á Íslandi. Í þessari ritgerð er farið yfir þá þróun á réttindum barna sem hefur átt sér stað bæði hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi. Farið er yfir aðdraganda samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins og grundvallarreglur hans. Einnig er sérstaklega farið yfir þau ákvæði sáttmálans sem tengjast vinnu barna. Stór þáttur í ritgerðinni snýr að Alþjóðavinnumálastofnuninni og þá sérstaklega að samþykktum hennar nr. 138 um lágmarksaldur til vinnu og nr. 182. um bann við barnavinnu í sinni verstu mynd. Farið er yfir störf barna hér á landi þ.á.m. vinnuskóla sveitarfélaganna. Tíðkast hefur í íslensku lagaumhverfi að bera Ísland saman við hin Norðurlöndin. Er því fjallað um þau ákvæði norrænna laga sem snúa að vinnu barna og skoðaðar skýrslur til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna og athugasemdir hennar. Að lokum er farið yfir muninn á vinnu barna og barnavinnu sem oft hefur verið vísað í sem barnaþrælkun. Staða barna hér á landi varðandi vinnu er nokkuð góð í alþjóðlegum samanburði þó svo að skýra megi löggjöfina betur og bæta eftirlit. For a long time, it has been a tradition for children in Iceland to work. This thesis reviews the development of children's rights that has taken place both in Iceland and internationally. The background of and the preparations to the United Nations Convention on the Rights of the Child and its principles are reviewed, in particular its provisions related to children's employment. A large part of the thesis concerns the International Labour Organization and especially its conventions no. 138 on the Minimum Age to employment and no. 182. on the Worst Forms of Child labour. Children’s employment in Iceland is reviewed, including the schools of work (i. Vinnuskólar) that are run by the municipalities. It has become customary in the Icelandic legal environment to compare Iceland with the other Nordic countries. Therefore, the thesis discusses the provisions of Nordic law concerning children's employment and examines their ...