Nágrannaslagir. Frá Norður-Lundúnum til Suðurnesja

Þetta lokaverkefni fjallar um nágrannaslagi í íþróttum bæði á Englandi og Íslandi. Verkefnið er tvískipt. Annars vegar er um að ræða greinaflokk fyrir netið og hins vegar greinargerð um vinnslu hans. Greinaflokkurinn samanstendur af viðtölum og umfjöllun um nágrannaslagi í fótbolta og körfubolta. Me...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Freyr Bjarnason 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2021
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37344
Description
Summary:Þetta lokaverkefni fjallar um nágrannaslagi í íþróttum bæði á Englandi og Íslandi. Verkefnið er tvískipt. Annars vegar er um að ræða greinaflokk fyrir netið og hins vegar greinargerð um vinnslu hans. Greinaflokkurinn samanstendur af viðtölum og umfjöllun um nágrannaslagi í fótbolta og körfubolta. Megináherslan er lögð á leiki Arsenal og Tottenham annars vegar og Njarðvíkur og Keflavíkur hins vegar. Rætt er við íslenska stuðningsmenn, núverandi og fyrrverandi leikmenn og þjálfara um upplifun þeirra af þessum rimmum. Einnig er viðfangsefnið nálgast á fræðilegan hátt með viðtali við prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Greinarnar sjö birtust á mbl.is á frá 3. til 30. desember 2020. Í greinargerðinni er fjallað um tilurð greinaflokksins og vinnuferlið í kringum hann. Verkefnið er jafnframt sett í fræðilegt samhengi. Ætlunin er að varpa ljósi á mikilvægi nágrannaslaga þegar kemur að félagslegum þáttum og hvaða þýðingu þeir hafa fyrir þá sem að þeim koma. Í ljós kemur að þessir leikir eru samfélagslega mikilvægir. Þeir veita bæði íþróttinni og lífinu aukinn tilgang þar sem tilfinningar spila jafnan stórt hlutverk. Allt snýst um að ná góðum úrslitum því enginn vill þurfa að horfa í augun á náunganum vitandi að hann er nýbúinn að tapa nágrannaslag. This master´s thesis examines two derbies between local sports teams in England and Iceland. The thesis consists of an online media product and a report about the working process. The media product consists of a variety of interviews and other articles about local derbies, both in football and basketball. The main focus is on the derbies between Arsenal and Tottenham and between Njarðvík and Keflavík. I interviewed Icelandic supporters, players, a coach and a professor of sociology at the University of Iceland. The seven articles were published in December, 2020. The first one on December 3rd and the last one on December 30th. In this report the making of the media product is described, the working process is reflected and viewed in a theoretical context. The ...