Aldraðir innflytjendur: Umfang og örlæti laga er varða réttindi til ellilífeyris og fjárhagsaðstoðar

Rannsókn þessi er lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að greina umfang og örlæti þeirra réttinda til ellilífeyris og fjárhagsaðstoðar sem aldraðir innflytjendur hafa búið við undanfarin ár og skoða hvaða áhrif gildissetning ný...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karen Magnúsdóttir 1983-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37292
Description
Summary:Rannsókn þessi er lokaverkefni til MA-gráðu í félagsráðgjöf til starfsréttinda við Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að greina umfang og örlæti þeirra réttinda til ellilífeyris og fjárhagsaðstoðar sem aldraðir innflytjendur hafa búið við undanfarin ár og skoða hvaða áhrif gildissetning nýrra laga um félagslegan viðbótarstuðning við aldraða mun hafa á aðstæður þeirra. Greind voru þau lög er varða aldraða innflytjendur til ellilífeyris og fjárhagsstuðnings og útbúin voru bótalíkön með mismunandi forsendum til að sýna fram á fjárhagslega stöðu aldraðra innflytjenda sem búa við skert eða engin ellilífeyrisréttindi. Að auki var tekið viðtal við aldraðan innflytjanda sem er með skert réttindi til ellilífeyris vegna skammrar búsetu á Íslandi. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að mikill munur er á aðstæðum aldraðra innflytjenda eftir búsetulengd á Íslandi og að þeir sem eru í verstu stöðunni séu innflytjendur sem búið hafa á Íslandi skemur en 20 ár. Niðurstöður sýna jafnframt að lög um félagslegan viðbótarstuðning sem samþykkt voru þann 1. júlí 2020 og tóku gildi 1. nóvember sama ár munu breyta fjárhagsaðstæðum aldraðra innflytjenda sem eiga skert eða engin réttindi til ellilífeyris til muna. This study is a final project for a MA degree in Social Work at the University of Iceland. The aim of this study was to analyze the scope and generosity of the rights to pension and financial support immigrants over 67 have had in recent years, and to look at how new legislation regarding additional social support may impact those over that age threshold. Legislation that relates to immigrants over the age of 67 has been analyzed and four micro simulation models have been created in order to demonstrate the financial situation these immigrants, with reduced or no pension, face. As a part of the research that was done, an immigrant over the age of 67, whose pension has been reduced due to having lived in Iceland for only a short time, was interviewed. Results of this research demonstrate the vast situational ...