Skipulagsáherslur fyrir lýðheilsuvæna miðbæi. Möguleikar í mótun miðbæjarsvæðis á Húsavík

Aðalskipulagi Norðurþings 2010 – 2030 er miðbæjarsvæði Húsavíkur skilgreint en svæðið er allstórt og innan þess eru nokkur undirsvæði eða skipulagseiningar. Tækifæri er til að styrkja þessar einingar hverja um sig svo þær í sameiningu myndi heildstætt miðsvæði en hér er athyglinni beint að einu þess...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Atli Steinn Sveinbjörnsson 1987-
Other Authors: Landbúnaðarháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37275
Description
Summary:Aðalskipulagi Norðurþings 2010 – 2030 er miðbæjarsvæði Húsavíkur skilgreint en svæðið er allstórt og innan þess eru nokkur undirsvæði eða skipulagseiningar. Tækifæri er til að styrkja þessar einingar hverja um sig svo þær í sameiningu myndi heildstætt miðsvæði en hér er athyglinni beint að einu þessara undirsvæða, sem ýmist er nefnt Öskjureitur eða Búðarvöllur. Markmið verkefnisins er að varpa ljósi á skipulagsáherslur sem skapa vel heppnaða miðbæi og framkvæma tillögu að miðbæjarkjarna á Húsavík út frá þeim. Í þessum tilgangi voru valdar heimildir rýndar m.t.t. hvaða skipulagsáherslur stuðla að lifandi miðbæ með bæjarrýmum sem skapa aðstæður fyrir blómlegt mannlíf allt árið um kring. Fjölmargir þættir hafa áhrif á hvernig fólk notar bæjarrými og til að greina og skilja þá hegðun hefur athöfnum fólks verið skipt upp í valkvæðar, félagslegar og nauðsynlegar athafnir. Auk tillits til hegðunar fólks þarf við skipulagsgerð miðbæja, einkum á norðlægum slóðum, að taka mið af umhverfisþáttum eins og veðurfari, vatnafari og lífríki og útfæra byggð með þeim hætti að hún styðji sem best við lýðheilsu. Öryggi, aðgengi, og vistlegt umhverfi eru mikilvæg atriði við sköpun lifandi bæjarrýma. Mikilvægt er að svæði sem byggja á upp sem lifandi bæjarrými hafi nú þegar aðdráttarafl og fólk sæki þangað einhver erindi. Í verkefninu voru miðbæjarsvæði fjögurra bæja - Akraness, Ísafjarðar, Hveragerðis og Egilsstaða - greind og borin saman við Húsavík með tilliti til helstu skipulagsáhersla úr heimildarýni. Enn fremur voru tekin viðtöl við sérfræðinga til að varpa enn frekara ljósi á atriði sem mikilvæg eru við hönnun almenningsrýma. Á grunni skipulagsáherslna fyrir miðbæi sem framangreind heimildarýni og viðtöl drógu fram og út frá greiningu á framantöldum miðbæjum, var sett fram hönnunartillaga að nýjum miðbæjarkjarna á Húsavík sem er ætlað að stuðla að lifandi mannlífi. Í tillögunni er séð fyrir góðum tengingum að svæðinu en þar myndast hnútpunktur vegfarenda sem eiga leið um bæinn. Skapað er gott aðgengi hjólandi og gangandi og ...