Lögræði einstaklinga með geðraskanir: Með hliðsjón af síðari breytingum lögræðislaga - lögum nr. 84/2015

Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða málefni einstaklinga sem sviptir hafa verið sjálfræði, fjárræði eða lögræði með dómsúrskurði á grundvelli geðraskana. Gerð var innihaldsgreining á dómsúrskurðum sem fallið hafa í málaflokknum lögræðismál við héraðsdóm Reykjavíkur síðastliðin átta ár. Lögræðislö...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ágústa Sól Pálsdóttir 1990-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37267
Description
Summary:Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða málefni einstaklinga sem sviptir hafa verið sjálfræði, fjárræði eða lögræði með dómsúrskurði á grundvelli geðraskana. Gerð var innihaldsgreining á dómsúrskurðum sem fallið hafa í málaflokknum lögræðismál við héraðsdóm Reykjavíkur síðastliðin átta ár. Lögræðislög nr. 71/1997 tóku nokkrum breytingum árið 2016 þegar lög nr. 84/2015 tóku gildi. Þessar breytingar fólu meðal annars í sér breytt hlutverk félagsþjónustunnar um aðkomu að málaflokknum. Með breytingunni var lagt upp með að slíkar kröfur kæmu fram frá félagsþjónustu sveitarfélaga en ekki aðstandendum líkt og lögin gerðu áður ráð fyrir. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvort fyrrnefndar breytingar á löggjöfinni hafi haft tilætluð áhrif varðandi framkvæmd félagsþjónustunnar er viðkemur sviptingu lögræðis og hvort þessi breyting hafi breytt stöðu þeirra einstaklinga sem sviptir hafa verið lögræði vegna geðraskana. Leitast var við að svara hvort tekið hefði verið tillit til óska og vilja varnaraðila við dómsuppkvaðningu mála og að hvað miklu leyti. Við gerð rannsóknarinnar var litið til þeirra alþjóðlegu skuldbindinga sem Ísland hefur undirgengist og hafa áhrif á löggjöf og regluverk varðandi lögræði einstaklinga með geðfatlanir, svo sem samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólk. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru þær að í kjölfar lagabreytingarinnar árið 2016 má greina mikinn mun í þeim gögnum sem skoðuð voru, að því leiti að þeim aðstandendum sem fara fram á sviptingu fækkar umtalsvert. Athygli vakti að á báðum þeim tímabilum sem skoðuð voru var algengast að félagsþjónustan væri sóknaraðili máls. Félagsþjónustan virðist því hafa tekið þetta hlutverk að sér að nokkru leyti áður en lög nr. 84/2015 tóku gildi, að minnsta kosti í Reykjavík. Ýmislegt benti til að við dómsúrskurð væri leitast við að taka mið af óskum varnaraðila eins og kostur er. Lykilhugtök: Félagsráðgjöf, lögræði, geðheilbrigði