„Það vantar bara svo að gefa manni tækifæri“ Reynsla og upplifun kvótaflóttafólks sem komið hefur til Íslands á vegum Reykjavíkurborgar af atvinnumarkaðnum

Virk félagsleg þátttaka og virk atvinnuþátttaka kvótaflóttafólks er mikilvæg bæði fyrir einstaklinginn sjálfann og allt samfélagið í heild sinni. Það er því mikilvægt að stuðla að farsælli aðlögun og virkri atvinnuþátttöku kvótaflóttafólks í samfélaginu. Ritgerð þessi fjallar um reynslu og upplifun...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Alda Björt Gísladóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37265
Description
Summary:Virk félagsleg þátttaka og virk atvinnuþátttaka kvótaflóttafólks er mikilvæg bæði fyrir einstaklinginn sjálfann og allt samfélagið í heild sinni. Það er því mikilvægt að stuðla að farsælli aðlögun og virkri atvinnuþátttöku kvótaflóttafólks í samfélaginu. Ritgerð þessi fjallar um reynslu og upplifun kvótaflóttafólks sem komið hefur til Íslands á vegum Reykjavíkurborgar af atvinnumarkaðnum hér á landi. Þátttakendur voru kvótaflóttafólk sem komu til Íslands á árunum 2015 og 2017 í boði stjórnvalda og á vegum flóttamannaverkefnis Reykjavíkurborgar og eru búsettir í Reykjavík. Rannsóknin er hluti af stærra rannsóknarverkefni sem lýtur að félagslegum afdrifum kvótaflóttafólks sem Reykjavíkurborg tók á móti á tímabilinu 2005-2017. Markmið þessa hluta rannsóknarinnar var að skoða reynslu og upplifun kvótaflóttafólks sem komið hefur til Íslands á vegum Reykjavíkurborgar af atvinnumarkaðnum. Í ritgerðinni er svarað einni megin rannsóknarspurningu: hver er reynsla og upplifun kvótaflóttafólks af atvinnumarkaðnum á Íslandi? einnig er leitað svara við einni undirspurningu: hver er reynsla kvótaflóttafólks af þjónustu og stuðningi við atvinnuþátttöku á Íslandi? Til að svara spurningunum var framkvæmd eigindleg rannsókn sem byggði á viðtölum við átta kvótaflóttamenn. Niðurstöður sýndu að aðgengi kvótaflóttafólks í Reykjavík að atvinnumarkaðnum hér á landi skiptir miklu máli þegar kemur að væntingum þeirra til framtíðar. Kvótaflóttafólkið hafði upplifað ýmsar hindranir í aðgengi að atvinnumarkaðnum á Íslandi og má þar nefna kröfu til tungumálakunnáttu, fordóma og mat á menntun. Þeir þátttakendur sem voru ekki á atvinnumarkaðnum voru ekki bjartsýnir um framtíðina á Íslandi. Á meðan þeir þátttakendur sem voru í vinnu á íslenskum atvinnumarkaði voru allir bjartsýnir fyrir framtíð sinni hér á landi og með væntingar til hennar. Samkvæmt niðurstöðum þessarar rannsóknar leikur því enginn vafi á því að þátttaka á atvinnumarkaðnum gegnir mikilvægu hlutverki í lífi kvótaflóttafólks í Reykjavík og er stór hluti af farsælu lífi þeirra hér ...