„Þetta er eins og eitt stórt heimili“: Áhrif, reynsla og upplifun einstaklinga sem lokið hafa vímuefnameðferð Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti

Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA- gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif, reynslu og upplifun einstaklinga sem lokið hafa vímuefnameðferð Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti auk þess að kanna félagslega stöðu einstaklinganna eftir vím...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Tara Ósk Jóhannsdóttir 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37248
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni til MA- gráðu til starfsréttinda í félagsráðgjöf við Háskóla Íslands. Aðalmarkmið rannsóknarinnar var að skoða áhrif, reynslu og upplifun einstaklinga sem lokið hafa vímuefnameðferð Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti auk þess að kanna félagslega stöðu einstaklinganna eftir vímuefnameðferðina, mat þeirra á henni og hvaða aðferðir einstaklingarnir nýta til að viðhalda bata. Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð við gerð á rannsókninni. Tekin voru átta hálfstöðluð viðtöl við fjórar konur og fjóra karlmenn sem áttu það sameiginlegt að hafa lokið vímuefnameðferð í Hlaðgerðarkoti á árunum 2017 – 2019 og höfðu verið án vímuefna í að minnsta kosti sex mánuði. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að upplifun meirihluta þátttakenda var að meðferðin í Hlaðgerðarkoti væri vel skipulögð og að þeirra mati, persónulegri og heimilislegri en sambærilegar meðferðir hérlendis. Þátttakendur voru sammála því að meðferðin byggði á heildrænni nálgun þar sem unnið væri með alla þá þætti sem viðkoma einstaklingnum sjálfum og umhverfi hans. Allir þátttakendurnir töldu félagslega stöðu sína góða í dag, betri en fyrir meðferðina og færi batnandi með hverjum degi og áframhaldandi sjálfsvinnu. Allir þátttakendurnir töldu að trúin hefði mest áhrif í meðferðinni og höfðu þeir öðlast von, væntingar og styrk í gegnum hana sem hafði hjálpað þeim í gegnum meðferðina, bataferlið og að viðhalda batanum. Niðurstöður þessarar rannsóknar getur gefið fagfólki upplýsingar um hvaða þörfum skjólstæðingum þykir mikilvægt að mæta í vímuefnameðferð. Auk þess geta niðurstöðurnar gefið starfsfólki og stjórnendum Hlaðgerðarkots sýn á það hvað þeir eru að gera vel í meðferðinni og hverju er hægt að breyta og bæta. Lykilhugtök: Vímuefni, vímuefnaröskun, vímuefnameðferð, bataferlið, trú, félagsleg staða. This thesis is a final assignment for an MA degree in clinical social work at the University of Iceland. The primary aim of the thesis was to examine the effects and experiences of individuals who have completed treatment for ...