,,Það þarf alltaf að vera sveigjanleiki í starfinu" : hlutverk stjórnenda í skóla fyrir alla

Hugmyndafræðin um skóla fyrir alla er sú stefna sem vinna skal eftir í íslenskum skólum. Mikilvægt er að þeir sem fara með forystu í skólastarfi leiði starfið í þá átt. Tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvernig stjórnendur í grunnskólum takast á við það hlutverk sitt að leiða skólastarf í anda s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Rannveig Þorvaldsdóttir 1970-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37236
Description
Summary:Hugmyndafræðin um skóla fyrir alla er sú stefna sem vinna skal eftir í íslenskum skólum. Mikilvægt er að þeir sem fara með forystu í skólastarfi leiði starfið í þá átt. Tilgangur þessa verkefnis er að skoða hvernig stjórnendur í grunnskólum takast á við það hlutverk sitt að leiða skólastarf í anda skóla fyrir alla. Markmið verkefnisins er að komast að því hvernig stjórnendur í grunnskólum sinna þessu hlutverki sínu og hvaða leiðir hafa gefist vel við að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem fylgja starfi í skóla fyrir alla. Hér er um eigindlega rannsókn að ræða þar sem tekin voru einstaklingsviðtöl við stjórnendur í grunnskólum í Reykjavík og þau þemagreind. Helstu niðurstöður eru að stjórnendur fara mjög ólíkar leiðir við skipulag skólastarfs þó menntastefnan sé sú sama. Bjargir og fjármagn eru oft af skornum skammti og vísbendingar um að með fleira fagfólki og minni nemendahópum væri hægt að draga úr þörf fyrir sérstök úrræði. Viðhorf koma líka við sögu og geta þau litað starfið og haft áhrif til framþróunar en einnig verkað sem hindrun. Sveigjanleiki er mikilvægur við skipulag skólastarfs og það sem virkar vel á einum tíma þarf ekki að henta á öðrum tíma. Jafnframt kemur fram að stjórnendur hafa oft takmarkaðan tíma til að styðja við kennarana sína á vettvangi og vildu gjarnan hafa meiri tíma til þeirra verka. Rannsóknin gefur innsýn í þann veruleika sem stjórnendur í grunnskólum þurfa að takast á við í þeim flóknu stofnunum sem þeir stýra. Niðurstöðurnar vísa veginn að því hvernig styðja má við þá í sínum störfum til að búa í haginn fyrir gott skólastarf fyrir alla nemendur. The ideology of inclusive education is the policy that must be adhered to in Icelandic schools. Those in leadership positions in the education system have an important role to lead their staff in that direction. The purpose of this research project is to investigate how administrators in compulsory schools deal with their role in regard to the policy of inclusion. The aim of the proejct is to find out how administrators in primary ...