Sögubók byggð á hugmyndum rithöfunda og fagfólks um bóklestur drengja : handrit og greinargerð

Hér er lagt fram handrit að sögubók fyrir drengi á yngsta- og miðstigi grunnskóla ásamt greinargerð þar sem segir frá viðtölum sem tekin voru við undirbúning bókarskrifanna. Ætlun höfundar í upphafi var að skrifa stutta sögu sem vekja myndi áhuga barna í grunnskóla. Hugmyndin var að stíga inn í tóma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Henný Árnadóttir 1977-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37202
Description
Summary:Hér er lagt fram handrit að sögubók fyrir drengi á yngsta- og miðstigi grunnskóla ásamt greinargerð þar sem segir frá viðtölum sem tekin voru við undirbúning bókarskrifanna. Ætlun höfundar í upphafi var að skrifa stutta sögu sem vekja myndi áhuga barna í grunnskóla. Hugmyndin var að stíga inn í tómarúm á bókamarkaðnum hér á landi með efni sem lítið er til af og myndi höfða til drengja í hópi ungra lesenda. Höfundur hafði í huga umfjöllun um handbolta sem margir stunda eða fylgjast með en lítið hefur verið skrifað um fyrir börn. Til að undirbúa þetta verk voru könnuð rannsóknarskrif um bóklestur drengja, tekin viðtöl við þrjá rithöfunda sem skrifa fyrir börn og rætt við tvo starfsmenn á Bókasöfnum Árborgar. Með viðtölum við þrjá fulltrúa rafbóka- og hljóðbókasafna eða útgáfu- og dreifingaraðila á því sviði bókaútgáfu var aflað upplýsinga um aðgengi barna og almennings að rafrænum bókasöfnum og rafrænu lesefni fyrir börn. Einnig var rætt við fulltrúa Menntamálastofnunar en stofnunin annast útgáfu námsefnis fyrir grunnskóla og sinnir meðal annars útgáfu lestrarbóka. Reynt var að komast að því hvaða lesefni viðmælendur teldu höfða til drengja og hvað helst vantaði á markaðinn hvað það snertir. Jafnframt vildi höfundur fá að vita hvort viðmælendur gætu varpað ljósi á takmarkaðan áhuga drengja á lestri. Suma viðmælendur hitti höfundur, við aðra átti hann símaviðtal og enn aðra samskipti með tölvupósti. Niðurstöður varpa ljósi á samningu, útgáfu og notkun lesefnis fyrir börn og þá sérstaklega drengi á yngsta- og miðstigi grunnskóla. Á grunni þessara athugana tók höfundur saman sögu um Alla, 10 ára strák sem er nýfluttur á Selfoss og stundar þar handbolta. Þjálfari hans er metnaðarfullur og fer óhefðbundnar leiðir í starfi sínu. Það reynir á samstillingu drengjanna í liðinu og Alli lærir margt þetta fyrsta keppnistímabil á nýjum stað. Hugmynd höfundar er að handritið, sem hér er lagt fram í Viðauka A við greinagerð, geti komið út sem rafbók með texta, upplestri, orðskýringum, efnisspurningum og nokkrum einföldum myndum ...