Áhrif tilfinninga á minni

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Sýnt hefur verið fram á í hugfræði og líffræði rannsóknum að hófleg tilfinningaleg upplifun bætir skráningu upplýsinga í minni. Tilfinningaleg örvun og víkkun athygli ásamt virkjun heilasvæðanna, möndlu og dreka, bæta skráningu upplýsing...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Helga Valey Erlendsdóttir
Other Authors: Háskólinn á Akureyri
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2006
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/372
Description
Summary:Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri Sýnt hefur verið fram á í hugfræði og líffræði rannsóknum að hófleg tilfinningaleg upplifun bætir skráningu upplýsinga í minni. Tilfinningaleg örvun og víkkun athygli ásamt virkjun heilasvæðanna, möndlu og dreka, bæta skráningu upplýsinga í lýsandi minni langtímaminnis. Ýmsar rannsóknir hafa sýnt fram á kynjamun í skráningu og endurheimt tilfinningahlaðinna upplýsinga úr minni og virðast konur bregðast sterkar við tilfinningahlöðnu áreiti en karlar. Í þessari rannsókn var því skoðað hvort þátttakendur sýndu betri endurheimt á tilfinningahlöðnu áreiti og jafnframt hvort kynjamunur væri á endurheimt tilfinningahlaðinna upplýsinga úr minni þannig að konur myndu betur tilfinningahlaðin áreiti en karlar. Þátttakendur í rannsókninni voru 60 nemendur Háskólans á Akureyri, 30 konur og 30 karlar á aldrinum 22-50 ára og var meðaldur þeirra 28 ár. 30 orð voru birt þátttakendum, eitt orð í einu á glærum, og skiptust orðin í 10 hlutlaus, 10 jákvætt hlaðin og 10 neikvætt hlaðin orð. Settar voru fram tvær tilgátur þess efnis að þátttakendur sýndu betri endurheimt á tilfinningahlöðnum áreitum en hlutlausum og jafnframt að konur sýndu betri endurheimt en karla á tilfinningahlöðnum áreitum. Gerð voru marktektarpróf, bæði ANOVA og óháð t-próf og var miðað við alpha-stuðul 0,05. Niðurstöður sýndu að ekki var marktækur munur á endurheimt þátttakenda á tilfinningahlöðnum og hlutlausum áreitum. Í ljós kom þó að konur sýndu betri endurheimt en karlar yfir heildina litið, hvort sem um var að ræða tilfinningahlaðin orð eða hlutlaus og er það í samræmi við niðurstöður annarra rannsókna. Við tilfinningalega örvun virðast konur sýna sterkari og víðtækari skráningu upplýsinga í langtímaminni en karlar og hefur tilfinningaleg örvun sennilega bæði áhrif á athygli og ákveðin heilasvæði, þ.e. möndlu og dreka, sem gerir að verkum að tilfinningahlaðnar upplýsingar eru betur skráðar í minni bæði karla og kvenna og konur sýna betri endurheimt upplýsinganna úr minni. Lykilorð: ...