Stefna í kennslu grunnskólanemenda af erlendum uppruna, ásamt reynslu og viðhorfum kennara : samanburður milli Íslands og Noregs

Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman áherslur og stefnur skólayfirvalda á Íslandi og í Noregi í kennslu nemenda af erlendum uppruna og beina sjónum sérstaklega að reynslu og sýn kennara í Reykjavík og Björgvin. Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð og upplýsinga annars vegar aflað með því...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Berglind Ágústsdóttir 1966-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37193
Description
Summary:Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman áherslur og stefnur skólayfirvalda á Íslandi og í Noregi í kennslu nemenda af erlendum uppruna og beina sjónum sérstaklega að reynslu og sýn kennara í Reykjavík og Björgvin. Beitt var eigindlegri rannsóknaraðferð og upplýsinga annars vegar aflað með því að greina og bera saman gögn þar sem stuðst var við orðræðugreiningu. Hins vegar voru tekin hálfopin einstaklingsviðtöl við tíu kennara, fimm í hvoru sveitarfélagi fyrir sig, þar sem leitast var eftir að fá sýn þeirra á hvernig gengi að framfylgja þeim áherslum og stefnum sem koma fram í stefnuskjölunum. Stefnur í móttöku og kennslu nemenda af erlendum uppruna virðast vera skýrari og í fastari skorðum í Björgvin en í Reykjavík. Í íslensku aðalnámskránni og í stefnu Reykjavíkurborgar er markmið sett á virkt tvítyngi, að það sé á ábyrgð allra kennara að nemendur af erlendum uppruna þrói móðurmálið samhliða íslensku. Í Noregi er það hlutverk tvítyngiskennara að vinna með móðurmálið á meðan nemendur eru að ná tökum á norsku. Sá stuðningur fellur svo niður eftir að nemendur hafa náð færni til fullrar þátttöku í skólastarfi með jafnöldrum sínum. Norsku viðmælendurnir töldu stefnu yfirvalda skýra og voru ánægðir með þann stuðning sem þeir fengu frá sveitarfélaginu. Þeir íslensku töldu aftur á móti skorta skýrari stefnu frá skólayfirvöldum, þeir kölluðu eftir breytingum á þessu sviði og töldu sig ekki fá nægilega góðan stuðning frá sveitarfélaginu. Í ljósi niðurstaðna virðist vera þörf á að móta skýrari stefnu og verklagsramma fyrir íslenska kennara sem starfa með nemendum af erlendum uppruna. Þá er bent á að ekki dugi að setja fram nýja stefnu eða skilgreina tilteknar áherslur heldur þurfi menntamálayfirvöld á Íslandi, og í hverju sveitarfélagi, að fylgja stefnunni eftir með viðeigandi stuðningi í formi fjármagns, tíma og ráðgjafar í skólum. The aim of this study was to compare the emphases and policies of the school authorities in Iceland and Norway in teaching students of foreign origin and to focus in particular on the ...