Kennslunálgunin hugsandi skólastofa : starfendarannsókn á þrautalausnum í stærðfræðikennslu

Í þessu verkefni verður fjallað um starfendarannsókn höfundar sem beinist að innleiðingu kennslunálgunarinnar hugsandi skólastofa (e. building thinking classroom) en hún var fyrst sett fram í framhaldi af rannsóknum kanadíska stærðfræðimenntafræðingsins Peter Liljedahl. Höfundur sótti námskeið Lilje...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Áslaug Dóra Einarsdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37192
Description
Summary:Í þessu verkefni verður fjallað um starfendarannsókn höfundar sem beinist að innleiðingu kennslunálgunarinnar hugsandi skólastofa (e. building thinking classroom) en hún var fyrst sett fram í framhaldi af rannsóknum kanadíska stærðfræðimenntafræðingsins Peter Liljedahl. Höfundur sótti námskeið Liljedahls sumarið 2019 og ákvað í framhaldinu að framkvæma starfendarannsókn með um 60 nemendum í 9. bekk í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmið verkefnisins var að gera grein fyrir hugsandi skólastofu í stærðfræðikennslu og varpa ljósi á þá ávinninga og þær áskoranir sem felast í því að innleiða þessa nýju starfshætti í kennslu. Hugsandi skólastofa er kennslunálgun sem leitast eftir því að hvetja nemendur til þess að hugsa. Í henni felast fjórtán atriði sem kennarar geta innleitt í kennslu en samkvæmt rannsóknum Liljedahls geta þau stuðlað að breyttum viðmiðum í kennslustofunni og kallað fram breytingar á hegðun nemenda þannig að þeir hugsi meira í kennslustundum. Það sem einkennir kennslunálgunina hvað mest er að nemendur standa við töflur í þriggja manna slembivöldum hópum. Höfundur innleiddi nokkur atriðanna fjórtán í kennslu sinni haustið 2019 og hélt úti rannsóknardagbók þar sem hún skráði vangaveltur sínar, hugsanir og upplifanir á því hvernig til tókst. Nemendur í rannsókninni voru einnig beðnir um að ígrunda kennslustundirnar með því að fylla út svokallaða útgöngumiða. Niðurstöður benda til ávinnings á borð við aukna samvinnu milli nemenda en meðal stærstu áskorana höfundar var að finna verðug þrautarlausnarverkefni fyrir öll þau fjölbreyttu viðfangsefni sem liggja fyrir í stærðfræðinámskrá skólans. This thesis describes an action research project that focuses on the introduction of the teaching approach building thinking classroom, which was first presented in the field of research by the Canadian mathematics educational researcher Peter Liljedahl. The author attended Liljedahl's seminar at the University of Iceland in the summer of 2019 and subsequently decided to conduct a research study in collaboration ...