MENGI, súrefniskassi og kvikuhólf: Hlutverk og virðismat sjálfstæðs lista- og menningarvettvangs

Ritgerð þessi er lokaverkefni í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og er meginviðfangsefni ritgerðarinnar hinn sjálfstæði „non-profit“ menningarvettvangur Mengi. Sjálfstæð menningarstarfsemi er oftar en ekki rekin af hugsjón fremur en í hagnaðarskyni og þarf því að stóla á s...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elísabet Jónsdóttir 1975-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37176
Description
Summary:Ritgerð þessi er lokaverkefni í meistaranámi í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands og er meginviðfangsefni ritgerðarinnar hinn sjálfstæði „non-profit“ menningarvettvangur Mengi. Sjálfstæð menningarstarfsemi er oftar en ekki rekin af hugsjón fremur en í hagnaðarskyni og þarf því að stóla á styrki og stuðning fyrirtækja, stofnana og einstaklinga svo hægt sé að halda starfseminni gangandi. Lokaverkefnið snýst í megindráttum um rannsókn á hlutverki og virðismati hins sjálfstæða „non-profit“ menningarvettvangs Mengis. Þar sem mikilvægi slíks vettvangs er ekki metið í krónum og aurum er lögð áhersla á að skilgreina hið menningarlega og samfélagslega virði Mengis út frá ítarlegri greiningu á starfseminni sjálfri. The subject of my final thesis for a MA degree in Applied Studies in Culture and Communication from the University of Iceland is the independent, non-profit art venue Mengi in Reykjavik, Iceland. Independent art establishments are more often than not created and operated out of vision rather than financial profit goals and depend on public organizations, private companies and patrons to fund its operation. This thesis describes my research into the role, value proposition and valuation of Mengi. It focuses mainly on the cultural and social value of Mengi rather than pure financial valuation as those metrics do not apply solely for such operation.