Áliðnaður á Íslandi

Ritgerðin fjallar um rannsókn á viðhorfi almennings til álvera í landinu, hvort hægt sé að hafa áhrif á viðhorf fólks og loks með hvaða hætti. Í fræðilega hlutanum er farið í hugtökin viðhorf og áhrifahópar og víddir þessara hugtaka. Skoðað hvað hefur áhrif á mótun viðhorfs og þar e...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Brynja E Silness 1980-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2016
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37158
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um rannsókn á viðhorfi almennings til álvera í landinu, hvort hægt sé að hafa áhrif á viðhorf fólks og loks með hvaða hætti. Í fræðilega hlutanum er farið í hugtökin viðhorf og áhrifahópar og víddir þessara hugtaka. Skoðað hvað hefur áhrif á mótun viðhorfs og þar er skoðað áhrifafólk (e. Opinion leaders) og þann mikilvæga þátt sem höfundur telur það hafa á fólkið. Höfundur skoðar útfrá fræðum markaðssamskipta með hvaða hætti væri hægt að hafa áhrif á viðhorf fólks og hvaða aðferðum væri best að beita. Farið er yfir helstu þætti sem þurfa að vera tilstaðar til þess að upplýsingar sem veittar eru til almennings séu að þeirra mati áreiðanlegar og hvaða hlutverki áhrifafólk gegnir í þeim málum. Farið er yfir helstu niðurstöður spurninga könnunarinnar en notast var við meigindlega aðferð. Þá var spurningalisti lagður út á samfélagsmiðilinn facebook þar sem óskast var eftir að ná til breiðs hóps svarenda með mætti samfélagsmiðilsins facebook. Mig langaði að sjá virkni samfélagsmiðla, en mikið hefur verið fjallað um umfang þeirra í stafrænum hluta námsins. Úrtakið myndar sig sjálft við dreifingu á samfélagsmiðlinum þar sem þátttakendur svara könnuninni og dreifa henni áfram. Alls svöruðu 283 einstaklingar spurningalistanum og benda niðurstöður til þess að stór hópur fær upplýsingar um áliðnað í fréttum og frá samfélagsmiðlum sem hjálpar þeim að mynda sér skoðanir á álverum. Þá hafa svarendur áhuga á að vita um starfsemi álvera og finnst ekki að álverin skipti þau ekki máli. Upplýsingar virðast ekki vera nógu aðgengilegar og segja svarendur að upplýsingar um álver sé best að fá frá sérfræðingum í umhverfismálum. Í svöruninni sést hvernig einstaklingar á aldrinum 20-35 ára upplifa að aðgengi upplýsinga sé lítið og áhugi þeirra á álverum og starfsemi þeirra er einnig minna en öðrum aldurshópum. Farið er yfir hvernig nálgast mætti þennan markhóp betur og að lokum eru lagðar fram tillögur til úrbóta ...