Umhverfistúlkun sem stjórntæki í þjóðgörðum? Stýring gesta með fræðslu að leiðarljósi

Mikil aukning hefur verið í komu erlendra ferðamanna hingað til lands undanfarin ár og koma margir þeirra hingað einungis til að upplifa íslenska náttúru. Í ljósi þessarar aukningar var ákveðið að kanna hvernig umhverfistúlkun geti nýsts eða nýtist sem stjórntæki til stýringar gesta innan þjóðgarða...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Ragna Engilbertsdóttir 1981-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37153
Description
Summary:Mikil aukning hefur verið í komu erlendra ferðamanna hingað til lands undanfarin ár og koma margir þeirra hingað einungis til að upplifa íslenska náttúru. Í ljósi þessarar aukningar var ákveðið að kanna hvernig umhverfistúlkun geti nýsts eða nýtist sem stjórntæki til stýringar gesta innan þjóðgarða og friðslýstra svæða. Rannsóknarsvæði var þjóðgarðurinn Snæfellsjökull. Í ritgerðinni er farið er yfir sögu umhverfistúlkunar og helstu markmið hennar ásamt sögu friðlýstra svæða og þjóðgarða. Við rannsóknina var notast við eiginlega rannsóknaraðferð (e.qualititive research). Viðtalsrannsókn var gerð við starfsmenn þjóðgarðsins, sem voru sex talsins, út frá grundaðri kennningu (e.grounded theory). Markmiðið var að kanna hvaða viðhorf starfsmenn þjóðgarðsins höfðu til umhverfistúlkunar og hver upplifun þeirra væri á umhverfistúlkun ásamt því að kanna hvernig stýringu væri háttað innan garðsins þegar rannsóknin var unnin. Niðurstöður leiddu í ljós að umhverfistúlkun er lítið notuð innan þjóðgarðsins en skortur er á betri þjálfun á umhverfistúlkendum. Þörf er á skýrari stefnumótun til framtíðar fyrir svæðið, bæði í uppbyggingu innviða og hvernig þeim skuli háttað. En niðurstöður benda til þess að með skýrri stefnumótun, þjálfun umhverfistúlkenda og eftirfylgni stefnumótunar getur umhverfistúlkun nýst sem stjórntæki innan þjóðgarða og friðlýstra svæða. Við rannsóknina kom í ljós mikill vilji þjóðgarðsvarðar til að efla þjálfun umhverfistúlkenda og að sett sé skýr framtíðarsýn á þjálfun þeirra.