Incidence and temporal trends in initial upper and lower-limb amputations in Iceland from 1985 to 2014

Aflimanir geta haft veruleg áhrif á lífsgæði, bæði andlega og líkamlega. Faraldsfræðileg rannsókn á aflimunum hefur aldrei verið gerð á Íslandi. Niðurstöðurnar eru mikilvægar í því skyni að bæta fyrirbyggjandi aðgerðir og endurhæfingaraðferðir. Markmið rannsóknarinnar var að reikna út aldurstaðlað n...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kjartan Gunnsteinsson 1974-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Master Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37138
Description
Summary:Aflimanir geta haft veruleg áhrif á lífsgæði, bæði andlega og líkamlega. Faraldsfræðileg rannsókn á aflimunum hefur aldrei verið gerð á Íslandi. Niðurstöðurnar eru mikilvægar í því skyni að bæta fyrirbyggjandi aðgerðir og endurhæfingaraðferðir. Markmið rannsóknarinnar var að reikna út aldurstaðlað nýgengi aflimana efri og neðri útlima á Íslandi og þróun þess á 30 ára tímabili (1985-2014) eftir kyni, stigi og orsök. Upplýsingar um neðri aflimanir (NA) og efri aflimanir (EA), að undanskildum fingrum og tám, var aflað úr opinberum gögnum frá Landspítala Íslands og Sjúkrahúsinu á Akureyri. Vegna fámennis og vegna þess hve aflimanir eru fátíðar var rannsóknartímabilið flokkað niður í sex 5-ára tímabil, 1985-1989; 1990-1994; 1995-1999; 2000-2004; 2005-2009 og 2010-2014. Nýgengi hvers tímabils var adurstaðlað og reiknað eftir kyni, stigi og orsök aflimunar á landsvísu og árlegt meðaltal reiknað. Skráðar voru 447 NA og 58 EA á andsvísu. Meðalaldur NA var 68,5 (18,5) og 64,9% voru karlmenn og EA 47,0 (20,6) og 67,2% voru karlmenn. Nýgengi NA var á bilinu 4,5 [95% CI 3,3-6,1] til 6,7 [5,4-8,3] á 100 000 persónuár og EA 0,3 [0,1-0,9] -1,1 [0,6-1,7] á 100 000 persónuár yfir allt tímabilið. Milli 2000-2014 lækkaði nýgengi NA um 23,9% frá 6,7 [5,4-8,3] í 5,1 [4,0-6,3] á 100 000 persónuár. Nýgengi NA án sykursýki minnkaði um 42,1% milli 1995-2014 frá 3,8 [2,4-4,6] í 2,2 [1,6-3,1] á 100 000 persónuár og nýgengi NA sykursýki jókst fimmfalt milli 1985-2009 frá 0,4 [0,1-1,0] í 2,2 [1,5-3,1] 2010-2014 á 100 000 persónuár en minnkaði síðan aftur milli 2005-2014 í 1,2 [0,7-1,9]. Slysatengd NA minnkuðu um helming milli 2000-2009 frá 1,1 [0,6-1,8] í 0,5 [0,2-1,0] á 100 000 persónuár. Slysatengdar EA þrefölduðust milli 2005-2014 frá 0,3 [0,3-1,2] í 0,9 [0,6-1,7] á 100 000 persónuár. Munur á milli ára er að mestu leyti marktækur vegna fárra tilfella, nema aukning á sykursýkistengdum NA milli 1985-2009. Gögnin sýna að sykursýkistengdar NA jukus fimmfalt milli 1985-2009 og minnkuðu milli 2010-2014 sem eru vísbendingar um bættar forvarnir ...