Efling leirlistakennslu í skólum á Íslandi : má samþætta leirlistakennslu við aðrar námsgreinar?

Markmið mitt með þessari ritgerð er verið að vekja athygli og finna leiðir til þess að fræða samlanda mína um mikilvægi þekkingar á leirlist og hvað hún skiptir miklu máli í kennslufræðilegu tilliti fyrir nemendur. Rannsókn mín fólst í því að athuga hvernig staða leirlistakennslu væri í skólum, hvor...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hrönn Waltersdóttir 1962-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37127
Description
Summary:Markmið mitt með þessari ritgerð er verið að vekja athygli og finna leiðir til þess að fræða samlanda mína um mikilvægi þekkingar á leirlist og hvað hún skiptir miklu máli í kennslufræðilegu tilliti fyrir nemendur. Rannsókn mín fólst í því að athuga hvernig staða leirlistakennslu væri í skólum, hvort hún væri kennd og hvaða menntun sjónlistakennarar hefðu. Þá var kannað hvernig aðstaða sjónlistakennara og nemenda væri og hvort skólar væru tækjum búnir til þess að sinna leirlistakennslu. Hvaða námsefni kennarar væru helst til í að nýta sér við kennsluna. Gerð varð eigindleg rannsókn, tekin voru viðtöl með opnum og lokuðum spurningum, við sjónlistakennara og keramikera. Sendar voru út kannanir rafrænt til sjö grunnskóla og sex framhaldsskóla á landsbyggðinni. Einnig fór ég í vettvangsferð í framhaldsskóla sem býður upp á leirmótun sem valgrein og á leirvinnustofu keramikera þar sem boðið er upp á leirkennslu. Ég fór einnig í Myndlistaskólann í Reykjavík og kynnti mér barna- og unglingakennslu. Tilgangurinn var að fá sem víðtækasta mynd af því hvernig leirlistakennsla fer fram á mismunandi stöðum og átta sig á hvernig staðan er á landsbyggðinni. Leitaðist ég við að afla upplýsinga um hvað það skiptir miklu máli að kenna leirmótun í list-, fræðilegum- og menningarlegum tilgangi. Máli mínu til stuðnings sótti ég í kennslufræðileg efni ásamt kenningum fræðinga og heimspekinga á borð við John Dewey, Rudolf Steiner og Jerome S. Burner. Niðurstaða rannsóknarinnar leiddi í ljós að aðstaða til leirlistakennslu er afar mismunandi og almennt ekki vel tækjum búin. Kennsla á leir miðast út frá grunnþekkingu leirmótunar en minna er um fræði-, list- og menningarlega þekkingu. Sjónlistakennarar vilja almennt auka og hafa fleiri tækifæri til að kenna leirlist. Það kemur fram að það vanti tíma í stundatöflu og bæta megi við kennslutíma í sjónlistum, auka megi stuðning og kennsluefni fyrir sjónlistakennara. Abstract My objective in Promoting Ceramics art in Iceland, is to draw attention, and find ways to educate my compatriots ...