Otolith-based discrimination of cod ecotypes and the effect of growth rate

Kvarnalögun hefur áður verið notuð til greiningar vistgerða innan íslenska þorskstofnsins og sterkra áhrifa vaxtarhraða á kvarnalögun ítrekað gætt í ýmsum tegundum fiska. Með það markmið að rannsaka áhrif vaxtarhraða á tengsl kvarnalögunar og vistgerða þorsks (skilgreindar með breytileika á Pan I ge...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Einar Pétur Jónsson 1994-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:English
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37102
Description
Summary:Kvarnalögun hefur áður verið notuð til greiningar vistgerða innan íslenska þorskstofnsins og sterkra áhrifa vaxtarhraða á kvarnalögun ítrekað gætt í ýmsum tegundum fiska. Með það markmið að rannsaka áhrif vaxtarhraða á tengsl kvarnalögunar og vistgerða þorsks (skilgreindar með breytileika á Pan I genastæðinu), var sótt í safn 826 kvarna frá 52 ára tímabili, vaxtarhraði hverrar kvarnar reiknaður og kvarnalögun lýst, og til þess notuð bæði Normalized Elliptic Fourier transform og Discrete Wavelet transform. Lítill árangur fékkst af flokkun vistgerðanna með aðgreiningarföllum á kvarnalögun, hvort heldur með Fourier eða Wavelet stuðlum, en bæði vaxtarhraði og árgangur höfðu marktæk áhrif á kvarnalögun. Vaxtarhraðamynstur vistgerðanna var ekki eins skýrt og í fyrri rannsóknum, en í raun féll breytileiki í vaxtarhraða vegna vistgerða í skugga breytileika af völdum árganga og svæða. Þetta bendir til þess að aðgreining vistgerða þorsks út frá kvarnalögun sé viðkvæm fyrir breytileika á vaxtarhraða í bæði tíma og rúmi, þar sem sá breytileiki getur hulið mun á vaxtarhraða milli vistgerða, og þar með mun á kvarnalögun milli vistgerða. Otolith shape has previously been used to identify ecotypes within the Icelandic cod (Gadus morhua) stock and growth rate has repeatedly been found to be a strong contributing factor to otolith shape variation in fish. To examine the effect of growth rate on the relationship between otolith shape and cod ecotypes (using Pan I genotypes as proxies for ecotypes), 826 archived sagittal otoliths from a 52 year sampling period were retrieved, the individual growth rate calculated and otolith shape described, using both Normalized Elliptic Fourier transform and Discrete Wavelet transform. Discriminant functions of otolith shape yielded low ecotype classification success, both when using Fourier and Wavelet descriptors, but otolith shape was significantly affected by growth rate and cohort. Growth rate differences commonly reported for the ecotypes were present, but were less marked than expected ...