„Þetta er bílatilvera“ Búsetuval, neysluhegðun og ferðavenjur íbúa í jaðarhverfi og miðbæjarkjarna

Um aldamótin tóku sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu upp stefnu um þéttingu byggðar. Innan borgarskipulagsfræða hefur hún verið talin stuðla að breyttum venjum íbúa, m.a. minni notkun einkabíla og virkari samgöngum, og þar með umhverfisvænni lífsstíl. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að myndin er fló...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Karítas Ísberg 1997-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37101
Description
Summary:Um aldamótin tóku sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu upp stefnu um þéttingu byggðar. Innan borgarskipulagsfræða hefur hún verið talin stuðla að breyttum venjum íbúa, m.a. minni notkun einkabíla og virkari samgöngum, og þar með umhverfisvænni lífsstíl. Nýjar rannsóknir sýna hins vegar að myndin er flóknari. Með þéttingu byggðar eykst framboð á þjónustu og fjárráð íbúanna eru rýmri sem aukið getur neyslu. Þetta vekur spurningar um ávinninginn af stefnu sveitarfélaganna um þéttingu byggðar. Með því að rannsaka upplifun íbúa af hverfinu sínu má dýpka skilning á mismunandi búsetu fólks. Markmið þessarar rannsóknar er að kanna lífsstílsviðhorf og hegðun íbúa tveggja ólíkra borgarforma, annars vegar í þéttbýla miðbæjarhverfinu Einholti/Þverholti í Reykjavík og hins vegar jaðarbyggðinni Áslandi í Hafnarfirði. Skoðuð er hegðun sem snýr að daglegri neyslu og fararmáta sem og aðstæður íbúa í hverfunum. Tekin voru hálfstöðluð viðtöl og þau greind með eigindlegum rannsóknaraðferðum. Niðurstöðurnar sýndu nokkurn mun á lifnaðarháttum og lífsstílsviðhorfum íbúa hverfanna. Áslendingarnir tilgreindu nálægð við náttúru og staðartengsl við Hafnarfjörð sem ástæður fyrir búsetuvali. Viðmælendur úr Einholti/Þverholti vildu hins vegar búa nálægt mannlífi og þjónustu. Viðmælendum í báðum hverfum fannst hverfið sitt almennt mæta þörfum sínum og væntingum. Frávikin voru skortur á almenningssamgöngum og fjarlægð við þjónustu í Áslandi og áberandi tilvist einkabílsins í Einholti/Þverholti. Ekki var merkjanlegur munur á neysluhegðun viðmælenda. Flestir ferðuðust með einkabíl en munur var á vegalengdum og tíðni ferða, þ.e. íbúar Einholts/Þverholts notuðu bílinn minna og sjaldnar. Neysluhegðun og ferðavenjur viðmælenda réðust af nálægð við þjónustu, upplifun og framboði, sem og umhverfisvitund þeirra og efnahagslegum þáttum. At the turn of the century, municipalities in the capital area of Iceland adopted a policy of the compact city. Within urban planning, it is believed to change the habits of its citizens, e.g. by less use of private cars ...