Alþjóðleg refskák. Barátta Íslendinga fyrir frelsun Bobby Fischers 2004-2005

Ritgerðin fjallar um aðdraganda þess að Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, var veittur ríkisborgararéttur á Íslandi vorið 2005 eftir að hafa verið í varðhaldi í Japan frá því um mitt ár 2004. Greind verður forsaga málsins, þ.e. hvað varð til þess að bandarísk stjórnvöld gáfu út handtök...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Hans Hreinsson 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37072
Description
Summary:Ritgerðin fjallar um aðdraganda þess að Bobby Fischer, fyrrverandi heimsmeistara í skák, var veittur ríkisborgararéttur á Íslandi vorið 2005 eftir að hafa verið í varðhaldi í Japan frá því um mitt ár 2004. Greind verður forsaga málsins, þ.e. hvað varð til þess að bandarísk stjórnvöld gáfu út handtökuskipun á hendur honum fyrir að hafa brotið viðskiptabannið gegn Júgóslavíu með því að taka þátt skákeinvígi gegn Boris Spassky í Belgrad árið 1992. Sú ákvörðun leiddi til áralangrar útlegðar Fischers, þar sem hann treysti sér ekki til að snúa aftur til Bandaríkjanna. Vikið verður að ástæðum þess að bandarísk yfirvöld aðhöfðust ekkert í máli Fischers fyrr en árið 2003 þegar þau létu til skarar skríða gegn honum með því að ógilda vegabréf hans. Fjallað verður um tengsl Fischers við landið með skírskotun til „einvígis aldarinnar“ árið 1972 í Reykjavík þegar hann varð heimsmeistari í skák. Meginmarkmið ritgerðarinnar er að meta áhrif stuðningshóps Fischers, sem vann náið með stuðningsmönnum skákmeistarans í Japan, á lausn málsins og þátt íslenskra stjórnmálamanna sem gerðu hana mögulega.