Mannauðsstefna Vísis hf: Hvernig getur Vísir orðið framúrskarandi fyrirtæki í augum starfsfólksins?

Eftir að hafa alist upp í Grindavík og fylgst með fyrirtækjum hér vaxa og dafna var það spennandi verkefni að fá að vinna að raunhæfu stefnumótandi verkefni í samstarfi við fyrirtæki í heimabænum. Verkefnið snérist um að útbúa mannauðsstefnu fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Vísi. Þar sem þó nokkur stefn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kristín María Birgisdóttir 1980-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37048
Description
Summary:Eftir að hafa alist upp í Grindavík og fylgst með fyrirtækjum hér vaxa og dafna var það spennandi verkefni að fá að vinna að raunhæfu stefnumótandi verkefni í samstarfi við fyrirtæki í heimabænum. Verkefnið snérist um að útbúa mannauðsstefnu fyrir sjávarútvegsfyrirtækið Vísi. Þar sem þó nokkur stefnumótunarvinna hafði farið fram innan fyrirtækisins og mikið fóður til staðar inn í mannauðsstefnuna var verkefnið í upphafi að kortleggja það sem til var og finna út hvað vantaði. Rannsóknarspurning verkefnisins er: Hvernig getur Vísir orðið framúrskarandi fyrirtæki í augum starfsmanna? Skoðaðar voru starfsmannastefnur annarra sjávarútvegfyrirtækja og kom í ljós að þau allra stærstu væru með sýnilegar stefnur á sínum vefsíðum. Langflest sjávarútvegsfyrirtæki á Íslandi eru fjölskyldufyrirtæki en það getur reynst bæði snúið og mikil áskorun að innleiða stefnur í slík fyrirtæki. Þar sem mikill fjöldi starfsmanna Vísis hf. er af erlendum uppruna var ákveðið að setja á laggirnar rýnihópa en fyrirtækið hafði reynslu af slíkri vinnu. Verkefnið byggði á eigindlegri aðferðafræði þar sem notuð voru samtöl við starfsfólk auk rýnihópa. Afrakstur verkefnisins er mannauðsstefna Vísis sem samþykkt var á fundi stjórnenda fyrirtækisins þann 27. ágúst 2020. Mannauðsstefnan tekur til sex þátta. Við hvern voru sett markmið og leiðir svo hægt væri að sinna kjarnaþáttum stefnunnar sem eru; vellíðan starfsfólks, jöfnuður og fagmennska, samskipti og upplýsingaflæði, móttaka nýrra starfsmanna, aðbúnaður og öryggi og ráðningar og starfslok. Helstu niðurstöður benda til þess að til að vinna að því að vera framúrskarandi fyrirtæki í augum starfsmanna eru nokkrir lykilþættir sem stjórnendur Vísis þurfa að hafa til hliðsjónar við innleiðingu og eftirfylgni mannauðsstefnunnar eins og innra starfsumhverfi og virkjun mannauðs. Árangursmælingar skipta einnig miklu máli. Helstu áherslur úr rýnihópavinnunni hafa verið teknir inn í stefnuna og verði henni fylgt eftir hefur Vísir alla burði til að verða framúrskarandi fyrirtæki í augum sinna starfsmanna. ...