Konunga ævi Ara fróða: Týndur hlekkur í konungasagnaritun miðalda?

Í ritgerðinni er leitast við að rekja tiltekna þróun á konungasagnaritun elstu konunga í Noregi og upplýsa um tengsl en jafnframt það sem ber í milli. Áherslan verður á elstu konunga Noregs sem var fyrst minnst á í Íslendingabók Ara fróða af varðveittum heimildum. Upphaf konungasagnaritunar á Ísland...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Kjartan Jakobsson Richter 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Ari
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/37046
Description
Summary:Í ritgerðinni er leitast við að rekja tiltekna þróun á konungasagnaritun elstu konunga í Noregi og upplýsa um tengsl en jafnframt það sem ber í milli. Áherslan verður á elstu konunga Noregs sem var fyrst minnst á í Íslendingabók Ara fróða af varðveittum heimildum. Upphaf konungasagnaritunar á Íslandi má rekja til þeirra Sæmundar fróða og Ara fróða. Hér verður einblínt á konungasögur frá því að hún hófst með glötuðu riti Sæmundar fróða til og með Heimskringlu Snorra Sturlusonar sem má segja að sé ákveðinn vendipunktur í konungasagnaritun. Konungasögur verða settar í samhengi við aðrar eldri heimildir en þar ber helst að nefna rit Adams frá Brimum. Einnig verða mögulegir áhrifavaldar kannaðir. Hér er um samanburðarrannsókn að ræða með það að markmiði að finna tengsl á milli þeirra rita sem fjalla um hina fyrstu Noregskonunga en einnig að rýna í hvað það er sem greinir þau að. Mest áhersla verður lögð á rittengsl texta í því skyni að sýna hvenær tilteknar staðreyndir (eða goðsagnir) um Noregskonunga koma fyrst fram í rituðu máli. Rannsóknarspurningar ritgerðarinnar eru: Hvað vitum við um uppruna konungasagna og hvað vitum við ekki? Er glatað rit eftir Ara fróða týndur hlekkur í konungasagnaritun á Íslandi og mögulega í Noregi líka? This thesis deals with the progression of the Kings‘ sagas writing on the oldest known kings in Norway and is intended to highlight similarities as well as differences between them. The emphasis will be on the oldest known kings of Norway who as far as known sources go were first mentioned in The Book of Icelanders by Ari „the wise“. The origins of the Kings‘ sagas writings in Iceland can be traced back to Ari „the wise“ and Sæmundur „the wise“. The King‘s sagas that will mostly be looked at are from the first possible Kings‘ saga which is a lost work of Sæmundur „the wise“ until Snorri Sturluson‘s Heimskringla which has been said to be a pivotal point in the writing of Kings‘ sagas. Kings‘ sagas will be compared with other older sources, which is first and foremost a story from Adam ...