Summary: | Breytingar á tónlistariðnaðinum hafa verið gríðarlegar síðustu tuttugu árin og má alfarið heimfæra þær á þá tæknilegu þróun sem hefur átt sér stað frá árinu 2000, þegar vefforritið Napster varð til. Á undraverðum hraða komu upp atvik þar sem iðnaðinum var ógnað, með ólöglegu niðurhali sem leiddi til þess að plötusala dróst töluvert saman. Tónlistariðnaðurinn á heimsvísu þurfti að taka því sem tók við, streymisveitunum, en segja má að þær hafi fært iðnaðinum björg í bú á sínum tíma. Streymisveitan Spotify kom á markað árið 2008 en þá höfðu neytendur tónlistar færi á að streyma öllum lögum sem gefin höfðu verið út. Þetta þótti merkileg innkoma á sínum tíma en í dag er Spotify stærsta streymisveita tónlistar í heiminum. Samfélagsmiðlar komu einnig með tilkomu tæknilegrar þróunar, en stafræn markaðssetning hefur tekið yfir alla hefðbundna markaðssetningu. Titill ritgerðar lýsir umfjöllunarefni ritgerðar nokkuð vel, eins og fram hefur komið hér að ofan, en meginmarkmið þessarar rannsóknar er að svara rannsóknarspurningunni: Hver eru helstu sóknarfæri íslenskra tónlistarmanna á norrænum tónlistarmarkaði? Rannsakandi vill með þessari rannsókn dýpka skilning tónlistarfólks og tónlistartengdra fyrirtækja á norræna tónlistarmarkaðnum og skoða þar með hvað sé nauðsynlegt að hafa í huga þegar farið er í útflutning tónlistar. Tekin voru viðtöl við sjö einstaklinga sem öll vinna á norrænum tónlistarmarkaði. Fimm þeirra eru í stjórn NOMEX (Nordic Music Export) og tveir þeirra starfa á norrænu showcase hátíðunum, Iceland Airwaves og by:Larm. Niðurstöður rannsóknar sýna fram á að tækifæri íslenskra tónlistarmanna eru gríðarleg, en að markaðurinn er almennt talinn frekar óspennandi og „heimóttarlegur“. Markaðurinn er að vissu leyti vannýttur og niðurstöður sýna að viðmælendur telja NOMEX hafa tækifæri til að snúa þessu við og reyna að koma tónlistariðnaðinum á þá braut að það gæti komið sér vel að hafa skapað sér sterkan sess á hinum norræna tónlistarmarkaði. Niðurstöður sýna einnig fram á að frá Íslandi kemur mikið af ...
|