Samræming verklags hjá embættum sýslumanna

Þessi rannsókn beinist að stefnumörkun hins opinbera varðandi samræmingu verklags hjá sýslumönnum og hvernig það málefni komst á dagskrá stjórnvalda. Tilgangur rannsóknarinnar er að greina þetta stefnumörkunarferli til þess að varpa ljósi á hvernig og hvers vegna málefnið varð pólitískt viðfangsefni...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Lára Huld Guðjónsdóttir 1968-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36929
Description
Summary:Þessi rannsókn beinist að stefnumörkun hins opinbera varðandi samræmingu verklags hjá sýslumönnum og hvernig það málefni komst á dagskrá stjórnvalda. Tilgangur rannsóknarinnar er að greina þetta stefnumörkunarferli til þess að varpa ljósi á hvernig og hvers vegna málefnið varð pólitískt viðfangsefni og opinbert stefnumál stjórnvalda árið 2016. Rannsóknin er tilviksathugun þar sem beitt er eigindlegri aðferðafræði. Rannsóknargagna var aflað með greiningu á fyrirliggjandi skriflegum gögnum og viðtölum við sex lykilaðila sem komu beint að stefnumörkunarferlinu á ýmsum stigum. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að sameining embætta sýslumanna árið 2015 og ákvörðun um að fara í vinnu við að samræma verklag árið 2016 héldust í hendur. Samræming verklags var nauðsynlegt framhald af sameiningunni í því skyni að stuðla að betri þjónustu við borgarana og færa embættin í átt að nútímalegri stjórnsýslu. Hugmyndin var búin að mótast í talsverðan tíma innan innanríkisráðuneytis áður en sýslumannaráð fékk hana til frekari þróunar og útfærslu í ársbyrjun 2016. Markmiðið með samræmingu verklags var að bregðast við vandamáli sem almennt var viðurkennt að væri til staðar. Málefnið varð að opinberu stefnumáli stjórnvalda þegar það kom fram sem áherslumál í fjármálaáætlun síðari hluta ársins 2016 og hefur verið það síðan. Frekari rannsókn á framkvæmd og innleiðingu opinberrar stefnu um samræmingu verklags hjá embættum sýslumanna er talin æskileg og full þörf á að skoða það málefni frekar við heildarstefnumótun á vettvangi sýslumanna. This research focuses on the government's formulation of public policy regarding the standardization of work processes in relation to coordination of work within the Offices of the District Commissioners in Iceland and how that issue came on the governments agenda. The purpose of the study is to analyze the formulation of this policy in order to shed a light on how and why the issue became a public policy in 2016. The research is a case study, where a qualitative methodology is applied. Research ...