Mat á sjúklingum með sár og samanburður við skráð mat hjúkrunarfræðinga: Lýsandi rannsókn

Bakgrunnur: Mat á sjúklingum með sár er mikilvægur hluti sárameðferðar. Á því byggist greining sársins og meðferðaráætlun. Enginn einn viðurkenndur alþjóðlegur staðall er til um þá matsþætti sem rétt þykir að afla þegar sjúklingar með sár eru metnir. Markmið: Kanna hvaða þættir eru mikilvægir við ma...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Elva Rún Rúnarsdóttir 1986-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36912
Description
Summary:Bakgrunnur: Mat á sjúklingum með sár er mikilvægur hluti sárameðferðar. Á því byggist greining sársins og meðferðaráætlun. Enginn einn viðurkenndur alþjóðlegur staðall er til um þá matsþætti sem rétt þykir að afla þegar sjúklingar með sár eru metnir. Markmið: Kanna hvaða þættir eru mikilvægir við mat á sjúklingum með sár að mati hjúkrunarfræðinga sem sinna sárum og sárameðferð á Íslandi. Einnig að skoða hvaða þætti hjúkrunarfræðingar á Smitsjúkdómadeild Landspítala meta og skrá í sjúkraskrá sjúklinga með sár og að bera niðurstöður þessara rannsókna saman. Aðferð: Rannsóknin er megindleg með lýsandi rannsóknarsniði og er fjórþætt: i) Fræðileg samantekt á 27 fræðilegum greinum um mat á sárum. ii) Spurningakönnun til 19 hjúkrunarfræðinga sem starfa á Landspítala, Sjúkrahúsinu á Akureyri og við heilsugæslu/heimahjúkrun og sinna sárameðferð, sem mátu eða tóku afstöðu til mikilvægis 50 matsþátta við mat á sjúklingi með sár. iii) Rannsókn á 99 sjúkraskrám sjúklinga með hjúkrunargreiningarnar vefjaskaði – sár, fótasár og þrýstingssár, sem lágu inni á Smitsjúkdómadeild Landspítala á árinu 2019. Skoðuð var hjúkrunarskráning um 50 þátta við mat á sárum og frjáls texti innihaldsgreindur. iv) Samanburður á niðurstöðum rannsóknarhluta ii) og iii). Niðurstöður: Um 56 matsþættir komu fram í fræðilegu samantektinni sem fjölluðu um mat á sárum. Samanburður á niðurstöðum spurningakönnunar og sjúkraskrárrannsóknar leiðir í ljós að talsvert skortir á að skráning hjúkrunarfræðinga Smitsjúkdómadeildar Landspítala endurspegli þá matsþætti sem hjúkrunarfræðingar sem sinna sárum telja vera mjög mikilvæga. Átján matsþættir sára af 44 voru taldir mjög mikilvægir af fleiri en 75% hjúkrunarfræðinga, 18 matsþættir af 50-75% hjúkrunarfræðinga og 8 þættir hjá færri en 50%. Af skráðum matsþáttum var einungis einn matsþáttur (staðsetning) skráður hjá meira en 75% sjúklinga, þrír matsþættir (staðbundin sýking í sári, ástand húðar kringum sár og eðli sáravessa) hjá 50-75% sjúklinga og 40 matsþættir skráðir hjá færri en 50% sjúklinganna. Lítið ...