Foreningen De Danske Atlanterhavsøer

Þessi meistararitgerð fjallar um félagið De Danske Atlanterhavsøer sem starfrækt var í Danmörku í 17 ár, frá árinu 1902 til 1919. Tilgangurinn með þessum skrifum er að varpa ljósi á tilurð og starfsemi þessa félags. Það er upphaflega stofnað til að sporna við sölu á dönsku eyjunum í Vestur Indíum, þ...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Þórunn Erhardsdóttir 1957-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Norwegian
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36902
Description
Summary:Þessi meistararitgerð fjallar um félagið De Danske Atlanterhavsøer sem starfrækt var í Danmörku í 17 ár, frá árinu 1902 til 1919. Tilgangurinn með þessum skrifum er að varpa ljósi á tilurð og starfsemi þessa félags. Það er upphaflega stofnað til að sporna við sölu á dönsku eyjunum í Vestur Indíum, þ.e. St. Thomas, St. Croix og St. Jan. En eins og nafnið gefur til kynna þá snerist starfsemin ekki eingöngu um eyjarnar suður í hafi heldur var mikið gert til að dreifa upplýsingum um hinar þrjár Atlantshafseyjarnar, Færeyjar, Grænland og Ísland. Hér er fjallað um þau áhrif sem þessi danski félagsskapur hafði á eyjarnar í fjarska sem tilheyrðu danska ríkinu á þessum tíma og hvernig saga þess þróaðist. Forvitnilegt er að fræðast um hvernig sjálfstæðisbarátta Íslendinga fléttast inn í starfsemi félagsins og í því samhengi að skoða tengslin á milli baráttu Dana fyrir endurheimt Suður-Jótlands annars vegar og sjálfstæðisbaráttu Íslendinga hins vegar. Félagið gaf út félagsblað, Atlanten, sem birti margar áhugaverðar greinar frá eyjunum í Atlantshafi, um lífið og tilveruna þar og varpaði einnig fram hugmyndum um hvað hægt væri að gera til að bæta kjör eyjaskeggja. Foreningen De Danske Atlanterhavsøer líður undir lok í sinni upprunalegu mynd í kjölfarið á sölu dönsku vesturindísku eyjanna í mars 1917 og við sjálfstæði íslendinga 1. desember 1918. Það lifir þó áfram í breyttri mynd og þjónar nú Dönum búsettum erlendis um heim allan undir heitinu Danes Worldwide. Denne avhandlingen tar for seg Foreningen De Danske Atlanterhavsøer som eksisterte i Danmark i 17 år fra 1902 til 1917. Hensikten med oppgaven er å kaste lys over foreningens opprinnelse og virksomhet. Foreningen er opprinnelig etablert for å forhindre salget av de danske vestindiske øyene, St. Thomas, St. Croix og St. Jan. Som navnet indikerer, dreiet virksomheten seg ikke kun om de vestindiske øyene, men man la også stor vekt på å spre opplysninger om de tre øvrige øyene i Atlanterhavet, Færøyene, Grønland og Island, som hørte til det danske riket på dette ...