Summary: | Markmið þessarar rannsóknar var að afla upplýsinga um það hvaða söngvar eru sungnir í íslenskum leikskólum í dag. Byrjað var á að skoða söngbækur á heimasíðum fimm leikskóla úr Kópavogi og greint hvaða og hverskonar söngvar voru í þeim. Þá voru tíu leikskólar valdir með slembiúrtaki af lista allra leikskóla á landinu og voru spurningalistar sendir út á hvern leikskóla. Fimm leikskólar voru staðsettir á höfuðborgarsvæðinu og fimm leikskólar á landsbyggðinni. Gögnum var aflað með spurningalistanum ásamt því að skoða söngbækur leikskólanna sem voru á heimasíðum þeirra. Einnig var leitað upplýsinga um það hvort og hvaða hljóðfæri væru notuð í söngstundum með börnunum og hvaða söngbækur eða efni leikskólinn hefur yfir að ráða. Gögnin voru síðan greind og niðurstöður settar upp í töflu í forritinu Excel. Niðurstöðurnar gefa góða mynd af því hvaða söngvar eru sungnir á leikskólum á Íslandi í dag en alls voru 187 söngvar nefndir í flokkunum: vinsælustu lögin þessa vikuna, vinsælustu lögin hjá börnunum, mest sungnu lögin, helstu árstíðalögin, helstu lög um veðrið, helstu hreyfilögin og helstu dýralögin. Sumir söngvar komu fyrir í fleiri en einum flokki eða alls sextíu söngvar í heildina. Í umræðunum verða niðurstöður tengdar við fyrri rannsóknir sem tengjast sönglögum og gítarnotkun í leikskólum. Ekki hefur verið kannað áður hvaða söngva er verið að syngja með börnum á leikskólum í dag og er því þessi nýtilkomna þekking gagnleg fyrir áframhaldandi rannsóknir eða verkefni. Í framhaldinu væri hægt að nýta þessi gögn til þess að skoða orðaforðann í helstu söngvum sem sungnir eru á leikskólum landsins eða búa til rafræna söngbók sem hægt væri að nýta til þess að efla orðaforða barna. The purpose of this study was to create knowledge about the common song repertoire in Icelandic preschools. In the beginning, five homepages of preschools in Kópavogur were looked upon and their online songbooks analyzed. After that, ten preschools were chosen with a random generator out of an list of all the preschools in Iceland and a ...
|