Greining á eineltisáætlunum grunnskóla og forvarnaráherslum þeirra

Markmið rannsóknarinnar var að greina innihald eineltisáætlana grunnskóla landsins með sérstöku tilliti til forvarnarþáttar þeirra. Einelti hefur töluvert verið rannsakað hér á landi en greining á eineltisáætlunum hefur ekki verið framkvæmd áður, svo vitað sé til. Rannsóknarspurningar lutu að þremur...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Unnur Ásbergsdóttir 1989-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36850
Description
Summary:Markmið rannsóknarinnar var að greina innihald eineltisáætlana grunnskóla landsins með sérstöku tilliti til forvarnarþáttar þeirra. Einelti hefur töluvert verið rannsakað hér á landi en greining á eineltisáætlunum hefur ekki verið framkvæmd áður, svo vitað sé til. Rannsóknarspurningar lutu að þremur þáttum: innihaldi eineltisáætlana, hvort munur væri á innihaldi þeirra eftir landshlutum og hvers konar forvarnir grunnskólar eru helst að styðjast við. Grunnskólar og forvarnir gegna veigamiklu hlutverki í baráttunni gegn einelti og því er mikilvægt að kanna innihald eineltisáætlana. Skoðaðar voru allar eineltisáætlanir þeirra grunnskóla sem voru með þær aðgengilegar og voru þær 148 talsins. Vert er að taka fram að sjálfstætt starfandi grunnskólar voru ekki viðfangsefni þessarar rannsóknar. Rannsóknin var megindleg og notast var við innihaldsgreiningu á fyrirliggjandi gögnum frá grunnskólum sem sótt voru af heimasíðum þeirra. Við innihaldsgreiningu var útbúinn gátlisti sem notaður var sem kóðunarkerfi til að tryggja að allt innihald gagna væri greint á sama hátt. Unnið var úr niðurstöðum með tölfræðiforritinu Excel. Niðurstöður benda til að mikil þörf sé á að endurbæta eineltisáætlanir grunnskólanna en flestar þeirra eru aðgerðaráætlanir sem notaðar eru þegar einelti hefur komið upp en ekki áætlanir um það hvernig eigi að fyrirbyggja einelti. Niðurstöður sýndu að einnig er þörf á heildstæðum gagnreyndum eineltisáætlunum. Niðurstöður sýndu enn fremur að fjalla þarf meira um samvinnu og þátttöku foreldra og nemenda sem og að grunnskólar þurfi að kynna áætlanir sínar betur. Þá benda niðurstöður einnig til að skortur sé á fræðslu fyrir starfsfólk um einelti. Niðurstöður þessarar rannsóknar bæta við þá þekkingu sem þegar er til staðar og þær má nota til að gera endurbætur á eineltisáætlunum í grunnskólum landsins og gera þannig gott starf enn betra. The aim of this study was to evaluate prevention programs in elementary schools in Iceland with specific regard to their prevention component. Bullying has been extensively ...