Summary: | Leiðsagnarmat hefur fengið sífellt meiri athygli síðustu áratugi en mikil áhersla er lögð á það í aðalnámskrá grunnskóla frá 2013. Í rannsókn minni sem fellur undir snið starfendarannsókna skoða ég sérstaklega notkun matskvarða með tilliti til leiðsagnarmats. Hvaða áhrif ég geti haft á ábyrgð og sjálfstæði nemenda og markmiðasetningu þeirra með notkun matskvarðanna auk þess að skoða viðhorf nemenda minna til slíkrar vinnu. Rannsóknina framkvæmdi ég á þremur önnum frá vori 2019 til vors 2020. Þátttakendur í rannsókninni voru, ásamt mér sjálfri, nemendur mínir í 9. bekk vorið 2019 sem síðan voru komnir í 10. bekk haust 2019 og vor 2020. Lögð voru fyrir fimm verkefni í ensku á tímabilinu þar sem lagt var fyrir svokallað frammistöðu- og leiðsagnarmat og stuðst var við matskvarða. Niðurstöðurnar byggði ég á rannsóknardagbók sem ég hélt í hljóðupptökuformi, viðhorfskönnunum, virkniskráningu, rýnihópsviðtali og sjálfsmatskvarða auk óformlegra samtala við nemendur mína. Fram komu ýmsir kostir notkunar matskvarða og bentu niðurstöðurnar til þess að matskvarðar með leiðsegjandi tilgangi geti haft góð áhrif á nám og kennslu. Ég og nemendur mínir erum sammála um að matskvarðar séu góð viðbót við kennsluna, þeir hjálpa nemendum að setja sér markmið, halda utan um nám sitt og minnka námstengdan kvíða. Increased attention has been given to formative assessment in the last few decades in Iceland and it plays a significant role in the National Curriculum for compulsory schools from 2013. In this action research study I examined students’ attitudes towards the use of assessment rubrics with a formative purpose and to what extent rubric use influenced learner autonomy, responsibility and goal setting in my students. The study was conducted during three semesters from spring 2019 to spring 2020. Participants included myself and my students of English in 9th grade, who subsequently moved on to 10th grade in the fall of 2019. The study included five school projects in English using authentic and formative assessment methods and ...
|