Markvisst samstarf í leikskólum : barn og fjölskylda sem ein heild

Tryggja skal að öll börn fái tækifæri til menntunar, þar sem þau fá að tilheyra skólasamfélaginu. Öll börn eiga að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í skóla án aðgreiningar. Sveitarfélög eiga að reka og sjá um sérfræðiþjónustu fyrir leikskóla þar sem leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldu...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Heiða Hrönn Másdóttir 1993-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36746
Description
Summary:Tryggja skal að öll börn fái tækifæri til menntunar, þar sem þau fá að tilheyra skólasamfélaginu. Öll börn eiga að fá tækifæri til að vera virkir þátttakendur í skóla án aðgreiningar. Sveitarfélög eiga að reka og sjá um sérfræðiþjónustu fyrir leikskóla þar sem leikskólabörnunum sjálfum og fjölskyldum þeirra ásamt leikskólanum er veittur sá stuðningur sem þarf. Hlutverk leikskólans í sérfræðiþjónustu er margslungið en lykilatriðið er að stuðla að góðum samskiptum við foreldra sem byggist á gagnkvæmu trausti og virðingu. Í mörg ár hefur verið gagnrýnt hér á landi hversu lítil samvinna er á milli menntakerfisins og heilbrigðiskerfisins hvað varðar börn sem þurfa á sérfræðiþjónustu að halda. Margar úttektir hafa verið gerðar á kerfinu eins og það er í dag, sem sýna að þjónustan er óskilvirk. Geðheilbrigðisþjónustu fyrir börn er skipt í þrennt; grunn-, ítar- og sérþjónustu. Hverju stigi fyrir sig er ætlað að sjá um ákveðin mál eftir alvarleika. Með hliðsjón af þessari stigskiptingu hafa nokkur sveitarfélög stokkað upp verklag sitt og um þrjú þeirra verður fjallað í þessu verkefni, BRÚNA í Hafnarfirði, Reykjavíkurmódelið í Reykjavík og Austurlandslíkanið á Austurlandi. Aðallega er lögð áhersla á BRÚNA þar sem höfundur hitti verkefnastjóra hennar og fékk upplýsingar um nýtt verklag. Þetta verklag byggist á snemmtækri íhlutun og að hugsa um barnið og fjölskyldu þess sem eina heild.