Þroskaþjálfinn kallaður til : hver er birtingarmynd langvarandi álags í störfum þroskaþjálfa í grunnskólum Reykjavíkurborgar?

Í ritgerð þessari er fjallað um birtingarmynd álags í störfum þroskaþjálfa í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Titillinn á rót sína að rekja til tilvitnunar eins af viðmælendum rannsóknarinnar. Framkvæmd var eigindleg rannsókn með hálfopnum spurningum til að dýpka skilning rannsakenda á viðfangsefninu....

Full description

Bibliographic Details
Main Authors: Damian Marek Idzikowski 1994-, Klara Dögg Baldvinsdóttir 1993-, Birta Marinósdóttir 1995-
Other Authors: Háskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36675
Description
Summary:Í ritgerð þessari er fjallað um birtingarmynd álags í störfum þroskaþjálfa í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Titillinn á rót sína að rekja til tilvitnunar eins af viðmælendum rannsóknarinnar. Framkvæmd var eigindleg rannsókn með hálfopnum spurningum til að dýpka skilning rannsakenda á viðfangsefninu. Fundnir voru fjórir þroskaþjálfar sem starfa á fyrrnefndum vettvangi með hentugleikaúrtaki sem höfðu lengri starfsreynslu en til þriggja ára. Markmið ritgerðarinnar er að skoða þær áskoranir sem þroskaþjálfar í grunnskólum standa frammi fyrir í daglegum störfum sínum og hvort einhverjir þættir í starfsumhverfi þeirra valdi álagi í störfum þroskaþjálfa. Í ritgerðinni verður fjallað um þróun menntunar og starfsvettvang þroskaþjálfa sem hefur tekið töluverðum breytingum undanfarin ár. Rýnt verður í viðeigandi lög og reglugerðir sem varða störf þroskaþjálfa og samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks. Jafnframt er stuðst við ýmsar rannsóknir sem hafa verið framkvæmdar í tengslum við menntakerfið, kulnun og streitu. Allir viðmælendur rannsóknarinnar voru á einu máli um að álag hafi áhrif á störf þroskaþjálfa. Út frá niðurstöðum rannsóknarinnar er það mat rannsakenda að álag í störfum þroskaþjálfa komi einna helst til vegna vöntunar á fagfólki í greininni, skorti á jákvæðum viðhorfum hjá tilteknum hópum, krefjandi verkefna og skorti á fjármagni.