Þróun samgöngustefna í Reykjavík og áhrif á skipulagsáherslur og byggðamynstur svæða

Ef hugsað er til samfélaga á mismunandi stöðum og tímum í sögunni má gera sér í hugarlund að ríkjandi samgöngumátar ráði miklu um skipulag og eiginleika byggðar. Þeir ákvarða vegalengdina sem fólk getur ferðast innan ákveðins tíma og takmarka þannig útbreiðslu byggðar. Einnig stýra þeir líka þörfinn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Illugi Örvar Sólveigarson 1992-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2019
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36523
Description
Summary:Ef hugsað er til samfélaga á mismunandi stöðum og tímum í sögunni má gera sér í hugarlund að ríkjandi samgöngumátar ráði miklu um skipulag og eiginleika byggðar. Þeir ákvarða vegalengdina sem fólk getur ferðast innan ákveðins tíma og takmarka þannig útbreiðslu byggðar. Einnig stýra þeir líka þörfinni fyrir sérstök samgöngumannvirki, sem í nútímasamfélagi eru oft áberandi hlutar af borgarmyndinni. Þegar stjórnvöld reyna að hafa áhrif á samgönguhegðun íbúa sinna verða til samgöngustefnur, sem endurspeglast yfirleitt í skipulagsáherslum og áætlunum um uppbyggingu. Þessi ritgerð fjallar um þróun Reykjavíkur í þessu samhengi, og kannar hvernig þróun samgöngustefna í Reykjavík hefur haft áhrif á skipulagsáherslur og leitt af sér ólík byggðamynstur svæða. Rannsóknin byggðist á tveimur megin þáttum. Annars vegar var skipulagssaga Reykjavíkur skoðuð m.t.t. þróunar í samgöngumálum og mikilvægra stefnubreytinga í skipulagi. Hins vegar fór fram greining á byggðamynstri þriggja svæða, Þingholta, Bakkahverfis og Vogabyggðar, sem byggðust eða munu byggjast upp á mismunandi tímum. Niðurstöður rannsóknarinnar voru svo bornar saman við fræðilega umfjöllun um hinar svokölluðu gönguborg, bílaborg og sporaborg. Í skipulagssögu Reykjavíkur voru borin kennsl á þrjár megin samgöngustefnur, sem ýmist leggja áherslu á gangandi vegfarendur, einkabílinn eða almenningssamgöngur og aðrar vistvænar samgöngur. Þrír skipulagsuppdrættir í sögu Reykjavíkur hafa haft þessar samgöngustefnur að leiðarljósi og hafa þær leitt af sér þrjú mismunandi byggðarmynstur. Fyrsta tillaga að heildarskipulagi Reykjavíkur, sem lögð var fram 1927, lagði áherslu á gangandi vegfarendur. Þingholtin eru dæmigert hverfi fyrir skipulagsáherslur þess tíma, byggð þar er þétt og blönduð og ber einkenni hinnar svokölluðu gönguborgar. Aðalskipulagið 1962-83 lagði áherslu á einkabílinn. Það boðaði úthverfavæðingu, svæðaskipta starfsemi og breytingar í gatnakerfi. Uppbygging Bakkahverfis í Breiðholtinu var hluti af þessu skipulagi og ber það svæði einkenni bílaborgar. Gildandi ...