Áhrifaþættir og viðhorf íslenskra kvenna til stafrænna matvörukaupa

Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru stafrænar matvöruverslanir, neytendahegðun og viðhorf íslenskra kvenna til matvörukaupa á netinu. Markmiðið er að varpa ljósi á viðhorf og upplifun íslenskra kvenna til stafrænna matvöruverslana þar sem leitast verður við að svara tveimur rannsóknarspurningum sem...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Fanney Skúladóttir 1989-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36474
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar rannsóknar eru stafrænar matvöruverslanir, neytendahegðun og viðhorf íslenskra kvenna til matvörukaupa á netinu. Markmiðið er að varpa ljósi á viðhorf og upplifun íslenskra kvenna til stafrænna matvöruverslana þar sem leitast verður við að svara tveimur rannsóknarspurningum sem settar voru fram til að leggja mat á hvaða þættir það eru sem hafa helst áhrif á að íslenskar konur kaupi matvöru í netverslun eða ekki. Jafnframt er þróun og einkennum stafrænna matvöruverslana á Íslandi gerð ítarleg skil. Rannsóknin er byggð á blandaðri aðferðafræði eigindlegra og megindlegra rannsóknaraðferða þar sem greindar eru niðurstöður viðtala við sex íslenskar konur með reynslu af matvörukaupum í netverslun sem og niðurstöður spurningakönnunar sem lögð var fyrir íslenskar konur á matvörumarkaði. Niðurstöður rannsóknarinnar sýna fram á að íslenskar konur eru almennt séð jákvæðar í garð stafrænna matvöruverslana og telja það líklegt að slík kaup verði gerð í auknum mæli í framtíðinni. Þá sýna niðurstöðurnar jafnframt að íslenskar konur með reynslu af matvörukaupum á netinu leitast eftir auknum þægindum, tímasparnaði og heimsendingu á matvöru þegar þær stunda viðskipti við stafrænar matvöruverslanir. Hins vegar kom í ljós að meira en helmingur þeirra sem hafa keypt matvörur í netverslun eru ekki reglulegir viðskiptavinir stafrænna matvöruverslana. Ástæðu þess mætti rekja til þeirrar niðurstöðu að íslenskum konum finnst yfirleitt auðveldara að fara í hefðbundna matvöruverslun sem og að þeim finnst ákveðin áhætta felast í því að kaupa ferskvörur í gegnum netið. Þessir tveir þættir eru ráðandi þegar ástæður þess af hverju íslenskar konur kaupa ekki matvöru í netverslun voru greindar. Þá sýna niðurstöður rannsóknarinnar einnig að íslenskar konur byrja að versla matvöru í gegnum netverslanir þegar óvæntir ytri þættir koma í veg fyrir að hægt sé að versla í hefðbundinni matvöruverslun. Þetta fékkst staðfest í þeim óvæntu aðstæðum sem áttu sér stað í samfélaginu er þessi rannsókn fór fram, en eftirspurn eftir matvöru ...