Nýliðinn í gestamóttöku : hefur móttaka og þjálfun nýliða áhrif á starfsánægju?

Markmið þessarar ritgerðar var að kanna það hvernig móttaka og þjálfun nýliða fer fram í gestamóttökum hjá hótelkeðju á Íslandi og hvort móttaka og þjálfun nýliða hafi áhrif á starfsánægju. Valin voru þrjú hótel sem starfa í sömu keðju en hvorki hótelin né keðjan verða nafngreind í þessari ritgerð....

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Eyrún Inga Gunnarsdóttir 1990-
Other Authors: Háskólinn á Bifröst
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36473
Description
Summary:Markmið þessarar ritgerðar var að kanna það hvernig móttaka og þjálfun nýliða fer fram í gestamóttökum hjá hótelkeðju á Íslandi og hvort móttaka og þjálfun nýliða hafi áhrif á starfsánægju. Valin voru þrjú hótel sem starfa í sömu keðju en hvorki hótelin né keðjan verða nafngreind í þessari ritgerð. Þátttakendur rannsóknarinnar eru starfsmenn gestamóttöku þeirra þriggja hótela sem starfa innan keðjunnar og verða þau kölluð Hótel A, Hótel B og Hótel C. Til þess að ná fram settu markmiði rannsóknarinnar og svara rannsóknarspurningunum varð eigindleg viðtalsrannsókn fyrir valinu, tekin voru viðtöl við átta gestamóttökustarfsmenn. Með aukinni starfsánægju fækkar fjarvistum starfsmanna, frammistaða eykst og hún dregur úr starfsmannaveltu. Mannauðurinn er mikilvæg auðlind og hann ber að vernda. Því er mikilvægt að vel sé staðið að móttöku og þjálfun nýliða. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að móttökuferli hótelanna sé til fyrirmyndar á prenti en það vantar þó að samræma ferlið á milli hótela og starfsmanna. Flestir viðmælendur voru ánægðir með þær móttökur sem þeir fengu frá yfirmönnum sínum og samstarfsfélögum en munur er á frásögnum þeirra hvort þeir hafi fengið formlegar móttökur í formi nýliðakynningar og hvenær hún átti sér stað. Viðmælendur voru flestir sammála um það að þörf er á verulegum úrbótum er kemur að þjálfun nýliða. Munur var á milli viðmælenda hvernig þeir lýstu þjálfun sinni og almennt var mikil óánægja með þá þjálfun sem þeir hlutu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að þjálfunin sem nýir starfsmenn hljóta sé ómarkviss og misjöfn eftir því hvaða starfsmaður tekur að sér að þjálfa nýliðann. The aim of this study was to examine how orientation and training of newcomers takes place in the guest receptions in a hotel chain in Iceland and whether orientation and training has an impact on job satisfaction. Participants in the study are the staff of guest receptions from three hotels operating within the hotel chain but neither the names of the hotels or the hotel chain will be listed in ...