Senn verandi úti og inni : miðlun íslenskra þjóðlaga á sérstökum stöðum

Viðfangsefni þessarar meistararitgerðar er að kanna, hvort miðlun íslenskra þjóðlaga á sérstökum stöðum í bland við sögufrásagnir og þátttökulist, geti eflt menningarvitund nemenda og verið stuðningur við kennslu í félagsgreinum og jafnvel listgreinum. Hvort viðburðurinn, sem ekki er hefðbundin kenn...

Full description

Bibliographic Details
Main Author: Anna Jónsdóttir 1966-
Other Authors: Listaháskóli Íslands
Format: Thesis
Language:Icelandic
Published: 2020
Subjects:
Online Access:http://hdl.handle.net/1946/36389
Description
Summary:Viðfangsefni þessarar meistararitgerðar er að kanna, hvort miðlun íslenskra þjóðlaga á sérstökum stöðum í bland við sögufrásagnir og þátttökulist, geti eflt menningarvitund nemenda og verið stuðningur við kennslu í félagsgreinum og jafnvel listgreinum. Hvort viðburðurinn, sem ekki er hefðbundin kennslustund, ýti undir áhuga og auki vitneskju um íslenskan menningararf og íslenskar aðstæður fyrr á tímum. Hvernig áhrif það hafi á nemendur, að gefa þeim kost á að hlýða á lifandi flutning tónlistar, og hugsanlega tengsl fagurferðis, skynjunar, umhverfis og listviðburða á kennslu og nám. Rannsóknin er eigindleg listrannsókn þar sem notast var við rannsóknarsnið tilviksrannsóknar og starfendarannsóknar. Meginviðfangsefnið voru tónleikar, þar sem flutt voru íslensk þjóðlög án meðleiks í bland við sögufrásagnir og þátttökulist á fjórum tónleikum á höfuðborgarsvæðinu, fyrir nemendur í sjötta bekk og kennara þeirra í september 2019. Tvennir tónleikar voru í garði við hús, er áður hýsti Álfinn í Kópavogi og tvennir í laut í Gálgahrauni í Garðabæ. Þau gögn sem aflað var voru; spurningalistar sem nemendur og kennarar svöruðu um sína upplifun af viðburðinum, hljóð- og myndupptökur frá tónleikunum, þátttökuathuganir og dagbókarskrif rannsakanda, þar sem sértök áhersla var á aðdraganda og framkvæmd tónleikanna. Niðurstöður rannsóknarinnar gáfu til kynna að heilt yfir hefði upplifun nemenda verið jákvæð og vel tekist til. Einnig að sögufrásagnir og þátttaka þeirra í viðburðinum hefði gefið tónleikunum enn meira vægi. The subject of this master thesis is to examine, whether the mediation of Icelandic folk songs in interesting places, combined with storytelling and participation art, can enhance the cultural awareness of students and support teaching in social studies and even art. Whether the event, which is not a traditional lesson, can encourage interest and increase knowledge about the Icelandic cultural heritage and the conditions prevalent in Iceland in earlier times. How does the opportunity to listen to live music affect ...